Börn og menning - 2022, Blaðsíða 27

Börn og menning - 2022, Blaðsíða 27
27Göldróttur þríleikur Kristínar Rögnu ádeilu á íslenskt samfélag. Í þeirri fyrstu eru samfélags- miðlar og neysluhyggja tekin fyrir, í annarri er loftlags- váin og aðgerðarleysi stjórnvalda til umfjöllunar en í þeirri þriðju eru sterk femínísk skilaboð. Þessari sam- félagsgagnrýni er fléttað inn í söguþræðina án þess að hún verði meginatriðið, það er ekki verið að predika fyrir lesendum heldur er þetta eðlilegur hluti af frá- sögninni sem dýpkar hana þeim mun meira. Fjölbreyttar fjölskyldur Uppruni Kötlu er eilítið flókinn og dularfullur. Mæður hennar hafa aldrei uppljóstrað því hver raunverulegur faðir hennar sé en systkini hennar, Kári og Kría, eiga sér sínar einstöku upprunasögur. Kára eignuðust þær með hjálp tæknifrjóvgunar í Danmörku en Kría var ættleidd frá Indlandi. Mæðurnar ræða opinskrátt um uppruna systkina Kötlu og fá ungir lesendur að kynnast því að fjölskylda er ekki eingöngu mamma og pabbi og börn sem eru öll blóðskyld, heldur getur hún verið margs- konar og það er sama hvaðan börnin koma. Líkt og Katla segir sjálf: „ég á hinsvegar tvær mömmur og þarf sko aldeilis engan pabba.“ (bls. 45, Nornasaga – Hrekkjavakan). Pabbi Kötlu er ráðgáta sem er ráðin í bókunum en vegna hans er Katla ekkert venjulegt manns barn. Fjölskylda Mána er einnig eilítið öðruvísi en faðir hans, Bergur, er einstæður en móðir hans, fiðlu leikarinn Lee, ferðast um heiminn að spila tónlist. Eða það er að minnsta kosti það sem Máni telur sér trú um, sannleikurinn er sá að hún yfirgaf þá feðga vegna drykkjuvandamáls Bergs. Önnur birtingarmynd fjölbreytileikans er mismun- andi bakgrunnur persónanna, Máni á mömmu sem er hálf-bandarísk og hálf-kínversk og Kría, litla systir Kötlu, er indversk í útliti. Það er mikilvægt að börn fái ekki einsleita mynd af Íslendingum, við erum öll alls konar og einstök á okkar hátt. Ævintýrin halda áfram Í Nornasögu – Nýársnótt er Katla upptekin af því að koma góðu norninni Heiði aftur til mannheima en hún hvarf sporlaust þegar Gullveig systir hennar var send aftur til síns heima. Eða hvað? Klaufanum henni Kötlu tekst ekki betur upp en svo að valda sprengingu á Þor- láksmessu sem hleypir allskyns óvættum inn í mann- heima. Enn og aftur þarf hún að bjarga sínum nánustu, og allri Reykjavík, frá þessum ógurlegu verum. Risa- vaxinn barrskógur vex í Öskjuhlíðinni og Tjörnin teygir allt í einu anga sína alla leið að Norræna húsinu. Svo taka stór tré að spretta tvist og bast um miðbæinn á einni nóttu. Katla hefur sig alla við til að læra að galdra og hefur búið til sitt eigið rúnakver, enda þarf hún að vera orðin almennileg norn til að geta opnað galdragátt á nýársnótt. Við sögu koma tröllskessa, drónaher, foreldrafélag með mikilmennskubrjálæði og sjálfur Miðgarðsormurinn. Litríkar Reykjavíkurmyndir Kristínar Rögnu setja svip sinn á texta bókanna.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.