Börn og menning - 2022, Síða 28

Börn og menning - 2022, Síða 28
Börn og menning28 Loftslagsádeilu er laumað inn en það er málefni sem yngsta kynslóðin hefur einmitt barist fyrir. Heimavarnarliðið segist vera að vinna „tímamótaað- gerð í baráttunni gegn loftslagsvánni,“ (Nornasaga – Þrettándinn, bls. 124) fyrir svokallað Loftslagsmála- ráðuneyti. Síðan segir ríkisstjórnin að dularfulli trjá vöxturinn sé liður í „skógræktarátaki stjórnvalda“ (bls. 160) til að standa við Parísarsáttmálann. Það er gaman hvernig samfélagsmálum er fléttað fínlega inn í söguna á kómískan hátt. Háðið er augljóst og bæði börn og foreldrar sem eru að lesa með börnunum geta skemmt sér yfir þessu. Hasar í Goðheimum Þriðja bókin, Nornasaga – Þrettándinn, gerist í Goð- heimum þar sem Katla hittir örlaganornirnar þrjár, Urði, Verðandi og Skuld. Katla er fjötruð við Gullveigu með silfurþræði og leitar til þeirra til að slíta tengslin. Goðin góðkunnu, Þór, Óðinn, Loki, Frigg og Freyja, koma meðal annars við sögu á þessu lífshættulega ferðalagi þeirra. Stór kostur bókanna þriggja er að í hverri einustu bók eru lesendur kynntir fyrir nýjum skrímslum og persónum úr norrænni goðafræði. Stundum eiga framhaldsbækur það til að verða formúlukenndar en Kristínu Rögnu tekst að forðast það og býður upp á eitthvað nýtt í hverri bók. Þar sem þriðja bókin gerist í Goðheimum fá lesendur að ferðast úr Reykjavík inn í nýja ævintýraveröld sem er full af kynjaverum. Þeirra á meðal er kínverski drekinn Chiwen sem hefur einhvern veginn sprottið upp úr póst korti. Á vegi Kötlu og Mána verða líka Ratatoskur, Hræsvelgur, Tanngrisnir og Tanngnjóstur. Ungir lesendur geta vonandi skemmt sér yfir þessum skrítnu nöfnum líkt og Katla gerir sjálf. Eftirtektarvert er að í þessari bók gera konur goða- fræðinnar uppreisn gegn alræðistilburðum Óðins en hann hefur „stuðlað að valdaójafnvægi kynjanna og mismunandi kynstofna...“ (Nornasaga – Þrettándinn, bls. 190). Frigg fær nóg og bindur enda á þetta feðra- veldi með því að galdra Óðin ofan í Kókómjólkur- fernu. Þetta er auðvitað svolítið spaugilegt en einnig ákveðin speglun á samtímanum þar sem konur hafa alla tíð verið í öðru sæti en eru sífellt að reyna að leiðrétta kynjahallann. Nornasaga – Þrettándinn er uppfull af hasar og missir

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.