Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.10.2023, Page 4

Fréttir - Eyjafréttir - 19.10.2023, Page 4
4 | | 19. október 2023 Vel heppnað styrktarkvöld E Y J A M A Ð U R I N N Styrktarkvöld Krabbavarnar í Vestmannaeyjum var haldið þann 6. október sl. Styrktar- kvöld er árlegur viðburður þar sem stjórn félagsins og sjálf- boðaliðar koma að skipulagi. Bleika boðið í ár sem haldið var í Höllinni var afar vel sótt og heppnaðist vel í alla staði. Að því sögðu er Eyjamaður vikunnar Sigurbjörg Kristín Óskarsdóttir sem situr í stjórn Krabbavarnar. Fjölskylda? Eiginmaður, 4 dætur og 7 barnabörn. Mottó? Að nýta lífið til fulls, njóta og jafnvel þjóta, gera eins mikið og ég get á meðan ég hef heilsu. Síðasta hámhorfið? Only murders in the building á Disney+. Uppáhalds hlaðvarp? Hlusta ekki á hlaðvörp. Aðaláhugamál? Áhugamál mitt er að njóta lífsins og prófa alltaf eitthvað nýtt. Eitthvað sem þú gerir á hverjum degi sem þú gætir ekki verið án? Vakna með tilhlökkun fyrir deginum og að þakka fyrir daginn þegar ég leggst á koddann. Venjulegur dagur hjá þér? Bara þetta venjulega. Vakna, borða, vinna, sofa og njóta. Hvað óttast þú mest? Að ná ekki að sjá barnabörnin mín komast til manns. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap? Rokk, eiginlega allt nema sinfónía og ópera. Hvað er velgengni fyrir þér? Gildi hverrar manneskju felst í því hver hún er ekki hvað hún á, þannig að velgengni fyrir mér er þegar fólk getur talað fallega við hvert annað. Hvernig gekk styrktarkvöld Krabbavarnar? Bleika boðið gekk rosalega vel og fór langt umfram væntingar. Hvert er tilefni skemmtunarinnar? Að afla fjár til styrktar Krabba- varnar, en félagið er rekið á styrktarfé. Rann peningurinn óskiptur til félagsins? Já öll innkoma fór til Krabbavarnar. Stóð eitthvað upp úr að þínu mati? Ég sá þetta kvöld hvað Krabbavörn er ofarlega í huga fólks, hvað kærleikurinn vegur þungt í Vestmannaeyjum. Ég sá hversu margir voru tilbúnir til að styrkja okkur bæði með að mæta á skemmtunina og að leggja okkur lið með gjöfum og styrkjum. Eru styrktarkvöld haldin árlega? Við byrjuðum árið 2021 með bleikt boð hjá Einsa Kalda, árið 2022 vorum við með mottumars- tónleika í Höllinni og nú í ár héldum við bleikt boð í Höllinni þannig að það má segja að það sé orðinn árlegur viðburður að Krabbavörn sé með viðburð til styrktar félaginu. Eru margir sem koma að skipulagi? Stjórnin fékk með sér þrjá aðila sér til aðstoðar til að skipuleggja og leggja til vinnu við kvöldið en þau eru Kolbrún Rúnarsdóttir, Óskar Pétur Frið- riksson og Sigmar Georgsson og langar mig að nota tækifærið hér og þakka þeim alveg sérstaklega fyrir þeirra framlag sem er alveg ómetanlegt ásamt stjórninni sem lagði sig alla fram en í henni eru Ingibjörg Brynjarsdóttir, Kristín Valtýsdóttir, Margrét Þóra Guð- mundsdóttir, Olga Sædís Bjarna- dóttir og Guðrún Gísladóttir. Hefur sala á Bleiku slaufunni gengið vel? Já gríðarlega vel. Eitthvað að lokum? Mig langar að koma á framfæri til allra sem bæði sóttu viðburðinn og til þeirra sem styrktu Krabbavörn á einhvern hátt varðandi þennan viðburð hjartans þakkir, án ykkar væri ekki möguleiki á því að styðja við þá einstaklinga sem leita til Krabbavarnar. Lífið er of dýrmætt til að lifa það aðeins í draumum sínum. Því langar mig að segja við ykkur með kærleikskveðju „upplifum ...njótum... verum til“. S I G U R B J Ö R G K R I S T Í N Ó S K A R S D Ó T T I R Sigga Stína. BALL ÍSFÉLAGS 4. NÓVEMBER 2023 Í HÖLLINNI Í VESTMANNAEYJUM Húsið opnar kl. 22.30 - Frítt inn! Í B O Ð I HREIMUR GUNNI ÓLABIGGI NIELSEN Myndir frá Bleika boðinu:

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.