Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.10.2023, Qupperneq 9

Fréttir - Eyjafréttir - 19.10.2023, Qupperneq 9
19. október 2023 | | 9 um í Vestmannaeyjum heldur bara yfir landið. Þarna getum við gert betur í mörgum árgöngum og við þurfum að hjálpast að við það.“ Áfall en ekki heimsendir Það var ekki hægt að sleppa Ellert án þess að ræða sumarið hjá meistaraflokkunum. „Þetta var auðvitað erfitt sumar og niður- staðan ákveðið áfall að sjá bæði liðin og KFS falla niður um deild. Þetta er samt ekki heimsendir. Staðan er nú samt sem áður sú að það eru ekki nema tvö ár síðan strákarnir komu upp úr þessari deild. Það gleymist svolítið í þessari umræðu allri. Það hefur líka oft verið rætt að það sé mjög erfitt að komast upp úr næst efstu deild karla. ÍBV hefur fallið þang- að tvisvar á þessari öld og í bæði skiptin stoppað þar í tvö tímabil þannig að það er bara verkefni framundan.“ Endurskoða og horfa inn á við Aðspurður um tekjutap af því að leika ekki í efstu deild vildi Ellert ekki nefna upphæðir en sagði það umtalsvert. „Það munar auðvit- að um allar tekjur í þessu starfi. Það er mikill munur á tekjum af sjónvarpi og svo EUFA styrkjum. Eins og staðan er núna þá verða breytingar á rekstrinum næsta sumar, við þurfum að endurskoða hvernig við stillum upp liði í 1. deild. Við þurfum að horfa inn á við og nýta þá krafta sem eru í boði hér heima.“ Svörin ekki á kaffistofum bæjarins Það hafa ýmis spjót staðið á ÍBV síðustu vikurnar á samfélagsmiðl- um og víðar. Þar hafa verið til umræðu bæði árangur sumarsins og staðan í málefnum yngri flokka. Þetta hefur að sjálfsögðu ekki farið fram hjá Ellert frekar en öðrum. „Það er eðlilegt, það hafa allir skoðanir á ÍBV sama hvort þær eru góðar eða slæmar. Það sem hefur aftur á móti gerst að ég hef fengið til mín fólk síðustu daga sem hefur bæði viljað fá betri upplýsingar um stöðu mála sem er mjög gott það eru allir vel- komnir í Týsheimilið því svörin fást venjulega ekki á facebook eða á kaffistofum úti í bæ. Það hefur líka komið aðilar sem hafa viljað hjálpað til og það er rétt að taka það fram að það eru allir þeir sem vilja leggja sitt af mörkum fyrir ÍBV eru velkomnir og ég mun engum vísa frá. Það er nóg af verkefnum fyrir hendi og hægt að finna verkefni fyrir alla.“ Sjálfboðaliðarnir verðmætasta eignin Ellert segir líka ýmislegt í gangi í félaginu og þar beri hæst sú vinna sem sáttahópurinn sem skipaður var hefur verið að vinna. „Þetta er mikil vinna og umfangsmikil sem hópurinn hefur staðið að og fram hefur farið mikil endurskoðun á ýmsu innan félagsins. Mest vinna liggur á bakvið barna og ung- lingastarfið. Aðalstjórn hefur verið að kynna þessa vinnu fyrir nefnd- um og ráðum innan félagsins og hefur þessu verið vel tekið og það er góður samhljómur í félaginu að bæta það sem þarf að laga og horfa til framtíðar félaginu okkar til heilla.“ Ellert hafði þetta að segja að lokum. „Það verðmætasta sem ÍBV á eru sjálfboðaliðarnir og við reiðum okkur mikið á þá. Í svona stormi eflist fólk og hópurinn þjappast saman. Það er ekkert félag á landinu sem býr yfir jafn sterkum hóp sjálfboðaliða. Það er ekkert félaga á landinu sem getur gert svona hluti eins og við gerum.“ ÍBV - Keflavík í sumar í Bestu deild karla. ÍBV - Keflavík í sumar í Bestu deild kvenna. Fjórði flokkur kvenna gerði góða hluti í sumar og komust í undanúrslit í Íslandsmótinu. Ljósmyndir/Sigfús Gunnar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.