Reykjanes


Reykjanes - 23.03.1988, Blaðsíða 8

Reykjanes - 23.03.1988, Blaðsíða 8
11. tbl. miðvikudagur 23. mars 1988 TÉKKAREIKNINGUR SPARISJÓÐSINS Með SÉRstakri kveðju sparisjóðsins Buio að samþykkja stalbræoslu VOGAR: Búið er að fjalla um umsókn Stálfélagsins hf. um starf- rækslu stálbræðslu í Kúagerði í byggingarnefnd Vatnsleysustrand- arhrepps. Var á fundinum bókaö að nefndin fallist á starfrækstu fyrirtækisins, en að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þau eru að sjónmengun verði engin, brotamálurinn verði geymdur í skemmum og að vinnusvæði verði bundið slitlagi. Hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps samþykkti síðan á fundi sínum fyrir skömmu þessa afgreiðslu byggingarnefndar og bókaði einnig: „Jafnframt vill hreppsnefnd undirstrika að hugsanleg stað- - að uppfylltum ákveðnum skilyrðum setning stálbræðslu í hreppnum er háð því að fyrirtækið greiði opinber gjöld til sveitasjóðs Iögum samkvæmt þegar og ef þar að kemur.“ Ekki mun vera ákveðið enn hvenær framkvæmdir hefjast við stálbræðsluna. Og nú mun vera í gangi samkvæmt heimildum blaðsins viðræður um þátttöku sveitarfélagana í fyrirtækinu. ■ Hýr sjúkrabíll! Nu er ketnin á göturnar nýr sjúkrabíil sem Rauða kross deildin á Suðurnesjum hefur fest kaup á. Er nýja biíreiðin af sömu gerð og su gamla en hún er af FORD ECONOLINE gerð. Nlun þessi nýja bifreið leysa hina eldri af hólmi en hún mun vera keyrð um 180 þúsund km, sem mun jafn- gilda að gömlu bifreiðinni hafi verið ekið 2.250 sinnum Reykjanesbrautina til Reykjavikur. Jón Kr. 57 atvinnulausir á Suðurnesjum fékk viður- kenn- ingu frá KKÍ Jón Kr. Gíslason leik- maðurinn snjalli úr ÍBK var afhent fyrir stuttu viður- kenning frá Körfuknattleiks- sambandi íslands fyrir að hafa leikið 50 leiki fyrir íslands hönd í körfuknatt- leik. Var viðurkenningin sem Jón hlaut vegleg stytta. Jon Kr. Gislason. KEFLAVÍK: Alls voru 57 einstaklíngur atvínnu- lausir á Suðurnesjum i febriiarmánuði að því er segir í frétt frá vinnumálaskrifstofu félagsrnála- ráðuneytisins, en i janúarmánuði voru atvinnu- lausir á Suðurnesjum 143. Flestir voru atvinnu- lausir i Keflavík eða 35. Tálf voru á atvinnu- leysisskrá í Njarðvik. 6 í Sandgerði og 4 i Garð- inum. Flestir hinna atvinnulausu eru konur eða 41 af 57. Kvenfélagið gaf 500 þúsund GRINDAVÍK: Nýlega afhenti t'ormaður Kvenfélags Grindavíkur Giiðveig Siguröardóttir Sverri Jóhanns- syni formanni byggingarnefndar EHiheimilisins í Grindavík 500 þúsund krónur. Var hér um að ræða fé sem kvenfélagið hafði safnað til elliheimilisbyggingar- innar. Guðveig sagði í samtali við blaðið að kvenfélags- konur hafi nú safnað til byggingarinnar um 1.400 þús- undum krónum. Kvenfélagið hefur aflað þessa fjár með bingóhaldi, þær eru með kaffisölu á sjómanna- daginn og síðan hafa konurnar haldið kvöldvökur. Nefndi hún sem dæmi að á kvöldvöku sem félagið hélt nýlega hefðu 200 þúsundir króna safnast. Útvarp Suðurnes um páskana KEFLAVIK: Útvarpsáhugamenn munu alveg örugglega spenna eyrun til fulls því Útvarp Suður- nes nuin þá hljóma á svæðinu. Verða útvarpssendingar þessar í tengslum við Menningarvökuna sem hefst í kvöld. Byrjaó verður að útvarpa á skírdag og svo verður útvarpað alla páskana fram á annan í páskum. Mun verða byrjað kl. 14.00 hvern dag en dagskrá verður fram á kvöld. Þátttakendur í dagskránni verða öll launþegasamtök á Suðurnesjum auk þess verður IBK og iS með í dagskránni en fé- lögin fá klukkustund til að kynna sig og starfsemi sína. Segja má að dagskrárgerðarmenn séu þeir sömu og stóðu fyrir útvarpi FS á dögunum sem fékk mikla og verð- skuldaða áheyrn. Auk þess verða einhverjir fleiri með í að móta dagskrána. ■ Njarð- víkur stúlkur vinsælar í þau þrjú ár sem keppnin um titilinn Ungfrú Suðurnes hefur staðið hefur það tvi- vegis komið fyrir að stúlka úr Njarðvíkum hefur verið valin vinsælasta stúlkan. í fyrstu keppninni sem haldin var á Glóðinni var það Rut Júns- dóttir sem titilinn hlaut og í keppninni í Glaumbergi á dögunum var það önnur Njarðvíkurmær sem hlaut þennan titil en það var Mar- grét Örlygsdóttir. Það má því sannarlega segja að stúlkur úr Njarðvíkum hafi verið vin- sælar í keppnum þessum. M Maður handtekln þegar hann hugðist fram- seija falsaðri ávísun GRINDAVÍK: Lögreglan í Grindavík handtók á föstu- daginn mann sem var að reyna að skipta faisaðri ávís- un úr stolnu ávísanahefti. Var hér um að ræða mann sem kem á leigubifreið innan úr Reykjavík og hugðist skipta ávísuninni í Sparisjóðnum í Grindavík. En þar komst upp um manninn og var kailað á lögregluna sem handtók hann eins og áður sagði. Var hann síðan afhentur Rann- sóknarlögreglunni sem mun taka málið til frekari rann- sóknar. Maður sá sem hér um ræðir mun vera sá sami og dvaldi í viku á Holliday Inn hótelinu i Reykjavik án þess að greiða fyrir og sagt var Srá i biöðunum á sínum tíma.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.