Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 23.02.2024, Side 3

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 23.02.2024, Side 3
Framkvæmdafréttir nr. 729 1. tbl. 32. árg. 3 Prófanir á Íslandi Vegagerðin hefur sett upp tvo færðarskynjara frá sitt hvorum framleiðandanum (Teconer og Vaisala) á einn eftirlitsbíl á Suðurlandi sem oft er á ferð um Hellisheiði og uppsveitir Árnessýslu. Skynjararnir eru staðsettir þannig að þeir nema færð og ástand í annars vegar hægra og hins vegar vinstra hjólfari. Skynjararnir geta greint færð á vegyfirborði, s.s. þurrt, blautt, snjór, krap, ís. Einnig er mældur hiti vegyfirborðs og í lofti, auk ályktunar um viðnám eða hálkuaðstæður (frá 0 til 1) frá hröðunarnema. Gögn eru send frá mælitæki í síma á skjáborði sem birtir niðurstöður, tekur myndir af vettvangi og sendir loks gögnin í skýið þar sem hægt er að nota gögnin til ákvarðana um aðgerðir. Vegagerðin hefur einnig fengið aðgang að tilteknum gögnum frá bílum framleiðandans Volkswagen gegnum fyrirtækið NIRA. Þessi gögn eru hálkuástand, veghiti og notkun rúðuþurrka (úrkoma). Enn sem komið er eru gögnin takmörkuð en í nánustu framtíð mætti nýta gögnin til að sýna stöðu og meta árangur vetrarþjónustuaðgerða. Um NordFoU NordFoU er samstarfsvettvangur vegagerða Norðurlanda í rannsóknum. Þátttökulöndin eru Finnland, Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Ísland og Færeyjar. Markmið NordFoU er að vinna sameiginlega að ákveðnum rannsóknarverkefnum og fjármagna þau sameiginlega úr sjóðum sínum. Nánari upplýsingar á www.nordfou.org/. ↑ Aðstæður á vegum geta verið erfiðar á veturna og þá skiptir máli að vaktstöð Vegagerðar hafi góð gögn að byggja á. ↙ Tveir færðarskynjarar frá sitt hvorum framleiðandanum hafa verið settir upp á eftirlitsbíl Vegagerðarinnar. ↓ Niðurstöður frá Teconer færðarskynjaranum.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.