Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 23.02.2024, Blaðsíða 14

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 23.02.2024, Blaðsíða 14
14 Framkvæmdafréttir nr. 729 1. tbl. 32. árg. Jarðgöng: Eldur í bíl í Hvalfjarðargöngum Eldur kviknaði í bíl í Hvalfjarðargöngum þann 11. október á síðasta ári. Valgarður Guðmundsson, sérfræðingur hjá Vegagerðinni, fór yfir atburðarrásina á morgunfundi Vegagerðarinnar um þjónustu og rekstur jarðganga sem haldinn var í janúar 2024. ← Valgarður Guðmundsson „Vaktstöðin í Suðurhrauni fékk fyrstu tilkynningu um kyrrstæðan bíl í Hvalfjarðargöngum í gegnum atvikamyndavélakerfið klukkan 15:49. Eldurinn hafði líklega kviknað eitthvað áður en bíllinn stoppaði,“ lýsir Valgarður, en um var að ræða bensínbíl frá árinu 2015. Fyrsta viðbragð ökumanns og farþega var að stökkva út, sækja slökkvitæki í skottið á bílnum og reyna að slökkva í logunum, en eldurinn breiddist hratt út og bíllinn varð brátt alelda. „Um leið og tilkynningin barst hafði starfsfólk vaktstöðvar samband við Neyðarlínuna og lokaði göngunum beggja megin. Síðan var send tilkynning til ökumanna í göngunum í gegnum útvarpið um að rýma göngin, en kerfi Vegagerðarinnar getur tekið yfir FM útvarpssendingar,“ útskýrir Valgarður. Mengunarnemar í göngunum námu mikla mengun frá eldinum og við það keyrðust blásarar sjálfkrafa á fullt. „Það er náttúrulegur trekkur í gegnum göngin til suðurs og því er oftast betra að beina blásurum í þá áttina líka. Reykurinn kemur því út úr gangamunnanum Reykjavíkurmegin.“ ↓ Reykinn lagði út um gangamunnann sunnan megin. Bæði náttúrulegur trekkur og blásarar sáu til þess að reykinn lagði út norðan megin.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.