Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 08.03.2012, Blaðsíða 1

Bæjarblaðið Jökull - 08.03.2012, Blaðsíða 1
Loðnuflotinn elti loðnugöngu fyrir Snæfellsnes um síðustu helgi, á laugardag mátti sjá fjölda loðnuskipa úti fyrir Hellissandi og þegar mest var þá var hægt að telja ellefu skip á litlum bletti. Íbúar við Breiðafjörð hljóta að vonast til þess að loðnu­ flotinn ryksugi ekki alla loðnu­ na upp áður en hún kemst inn í fjörðinn til hrygningar, það hefur mikið að segja fyrir lífríkið allt að loðnan skili sér í Breiðafjörðinn og auðgi þar með fæðuúrval lífveranna sem þar búa, hvort sem það eru fuglar, fiskar eða krabbar. Myndina af loðnuskipunum tók Lilja Ólafardóttir. jó Loðnan komin 542. tbl - 12. árg. 8. mars 2012

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.