Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 08.03.2012, Qupperneq 8

Bæjarblaðið Jökull - 08.03.2012, Qupperneq 8
Stóra upplestrarkeppnin var haldin í miðrými Grunnskóla Grundarfjarðar s.l. fimmtudag og voru 8 upplesarar að þessu sinni. Stóðu nemendur sig með stakri prýði og frábært að sjá hversu miklum framförum þeir voru búnir að ná á þeim tíma, frá því byrjað var að æfa textana. Í dómnefnd sátu Kolbrún Reynis dóttir, Ragnheiður Þór­ arins dóttir og Sólrún Guðjóns­ dóttir og voru þær ekki öfunds­ verðar af því starfi. Nemendur byrjuðu á að lesa upp dagbókar­ færslur úr bókinni Dagbók Berts eftir Anders Jacobsson og Sören Olsson, stórskemmtilegir textar og ánægjulegt eyrna­ konfekt. Í seinni umferð lásu svo nemendur ljóð að eigin vali sem gekk afar vel hjá þeim. Boðið var upp á kaffi og með því í hléi á meðan dómnefndin réði ráðum sínum. Kynnti Sólrún síðan úrslitin en þeir nemendur sem komust áfram á lokahátíð keppninnar, sem verður haldin 15. mars í Snæ­ fellsbæ, voru Álfheiður Inga Ólafsdóttir, Krisbjörg Ásta Viðarsdóttir og Svana Björk Steinarsdóttir. Fengu þær gjafabréf frá Hrannarbúðinni í verðlaun sem og allir fengu þátttökuviðurkenningu. Þetta er alltaf jafn skemmtileg stund og notarleg. þg Nú um helgina var haldið saumanámskeið á Hellissandi, voru þar samankomnar 11 konur á öllum aldri ásamt tveimur leiðbeinendum. Námskeiðið stóð yfir frá föstudagskvöldi til sunnudags og það voru ófáir metrarnir af efni, tvinna og fleiru sem urðu að fallegum flíkum s.s. fimleikabolir, kjólar, buxur og peysur. Saumavélarnar gengu eins og í verksmiðju enda var mikið hlegið og saumað, í lok námskeiðsins voru flíkurnar orðnar rúmlega 40 sem búið var að sníða og sauma. Leiðbeinendur voru Laufey Jónsdóttir klæðskerameistari og Selma Gísladóttir kjóla­ meistari er þetta í annað skipti sem þær koma hingað og mjög líklegt að þær komi aftur. þa Upplestrarkeppni Saumanámskeið Auglýsingaverð í Jökli Heilsíða í svarthv. 21.600 Hálfsíða í svarthv. 13.800 1/4 í svarthv. 9.000 1/8 í svarthv. 6.500 1/16 í svarthv. 4.000 Heilsíða í lit 44.100 Hálfsíða í lit 29.500 1/4 í lit 20.600 1/8 í lit 13.100 1/16 í lit 8.500 Verðin eru með 25,5% vsk Síðasta helgi var frekar róleg í tippinu þannig séð, að það urðu svo til engar breytingar á töflunni. Þó náðu sumir góðum spretti eins og Anton Ö sem skoraði 11 stig og færðist upp um 2 sæti. Aðrir hópar voru ekki að gera neina rósir í skori eða hala sig upp töfluna. Púkarnir virðast vera á niðurleið þeir fara niður um 2 sæti. Sjóarar leiða ennþá með 9 stig á næsta hóp sem er Grobbelear. Það kom enginn út úr hafnarskúrnum þessa vikuna með heitstrengingar en samt náðu Bryggjupollarnir að færa sig upp um 1 sæti. Meistararnir féllu niður um 2 sæti og Pétursson náði að halda sínu 18. sæti. Nú 1. umferðin í Bikar­ keppninni var spiluð um helgina og þar bar helst til tíðinda að Sverrir Karls ásamt vinkonu sinnu unnu félagana í Bryggjupollum. Nú pípararnir í S.G. Hópnum og Frænkunni ásamt félögum mættust og urðu jafnir og þurfa því að fara í umspil ásamt N1 og Meisturunum og Sæstjörnunni og Pétursson. Vonandi verða meiri sveiflur um næstu helgi. Kær kveðja Gummi Gísla Fátt um framfarir í tippinu

x

Bæjarblaðið Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.