Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 04.04.2013, Blaðsíða 2

Bæjarblaðið Jökull - 04.04.2013, Blaðsíða 2
Elsti slökkvibíllinn í tækja­ flota Slökkviliðs Snæfellsbæjar er Reo Studebaker M 45, árgerð 1953, sem var keyptur til Ólafs­ víkur fyrir um 40 árum frá Kefla vík og er hann aðeins not­ aður við hátíðleg tækifæri, gár­ ungar nir segja reyndar að hann sé einnig notaður í platútköllin. Þessi öldungur fékk síðast að njóta sín þegar félagar í Slökkvi­ liði Snæfellsbæjar mættu á árs­ hátíð sveitarfélagsins á bílnum, ekið var um göturnar með fullum ljósum og sírenuvæli og stóðu slökkviliðsmennirnir utan á bílnum íklæddir jakka­ fötum. Nú standa fyrir dyrum breyt­ ingar á slökkvistöðinni og því verður minna pláss, þess vegna hefur verið ákveðið að senda Studebakerinn í verðskuldað orlof og hefur hann verið lánaður til Keflavíkur í 1 ­ 2 ár. Í Keflavík er verið að setja á stofn safn með gamla hluti í eigu slökkviliða á landinu, safnið verður opnað 13. apríl og verð­ ur slökkvibíllinn úr Snæ fellsbæ sjálfsagt áberandi. Fjarvera hins aldna slökkvi­ bíls er að sjálfsögðu bara tíma­ bundin því að stefnt er að því að honum verði gert hátt undir höfði á safni í heimabyggð. Bræður nir Steingrímur og Þor­ grímur Leifssynir, sem oft eru kendir við Frostfisk, eru með hugmyndir um að setja upp bíla­ og búvélasafn í húsnæði sem þeir eiga við Ennisbraut í Ólafsvík, á safninu er ætlunin að sýna ýmis tæki og bifreiðar sem þeir bræður eiga auk þess sem slökkvibíllinn fær að njóta sín. Safnið verður án efa góð viðbót við afþreyingu sem ferða mönnum og heima mönn­ um stendur til boða á Snæ fells­ nesi. jó Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og dreift á hvert heimili í Snæfellsbæ og Grundarfirði. Blaðið kemur út vikulega. Upplag: 1.100 Áb.maður: Jóhannes Ólafsson Prentun: Steinprent ehf. Sandholt 22a, Ólafsvík 355 Snæfellsbæ Netfang: steinprent@simnet.is Sími: 436 1617 Slökkvibíllinn fer á eftirlaun Til sölu 20" Trek hjól, Litur: appelsínugult Verð: 7.500,- Uppl. í síma 893 5443 Reiðhjól til sölu AÐALSAFNAÐARFUNDUR ÓLAFSVÍKURKIRKJU Aðalsafnaðarfundur Ólafsvíkurkirkju verður haldinn mánudaginn 15. apríl  kl: 20.00.   Dagskrá: 1. Gerð  grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári. 2. Afgreiðsla endurskoðaðra reikninga sóknar og kirkjugarðs fyrir s.l. ár. 5. Kosning sóknarnefndarmanna og jafnmargra varamanna til 4ra ára. 6. Kosning tveggja skoðunarmanna eða endur- skoðanda sóknar og kirkjugarðs og varamanna þeirra til árs í senn. 7. Kosning í aðrar nefndir og ráð. 8. Önnur mál. Formaður sóknarnefndar Það verður að teljast undar­ legt í meira lagi að á sama tíma og kvartað er vegna verkefna­ leysi hjá verktakafyrirtækjum á landinu þá fást ekki tilboð í stækkun sundlaugarinnar í Ólafs vík. Verkið var auglýst í helstu fj öl miðlum í lok febrúar (ekki bara Jökli) og þegar tilboðs­ fresti lauk, kom í ljós að enginn hafði skilað inn tilboði. Ekki er hægt að kenna því um að verkið sé of lítið, áætlanir gera ráð fyrir að þessar breytingar kosti á annað hundrað mill­ jónir. Eins og fram kemur á öðrum stað í blaðinu þá er svipaða sögu að segja um útboð á stækkun Rjúkandavirkjunar, þar skilaði aðeins eitt fyrirtæki inn tilboði. Í samtali við Smára Björns­ son forstöðumann Tækni deild­ ar Snæfellsbæjar kom fram, að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvert næsta skref verður varðandi sundlaugar stækkun­ ina, það mun þó líklega skýrast á næstu dögum. jó Engin tilboð í sundlaugarstækkun

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.