Bæjarblaðið Jökull - 04.04.2013, Blaðsíða 6
Reglur Tónlistarskóla Snæfellsbæjar
1) Eingöngu er hægt að sækja um skólavist á auglýstum tíma.
2) Eingöngu er hægt að gera breytingar á skólavist ef mjög mikilvægar ástæður liggja
fyrir, eins og t.d. flutningur eða veikindi.
3) Greiða þarf fyrir hverja önn í tónlistarskólanum á réttum tíma. Þó nemandi hætti í
skólanum eftir að önnin er byrjuð þá þarf engu að síður að greiða fyrir alla önnina.
4) Ef barn fær inngöngu í tónlistarskólann skuldbindur það sig til að fara í einu og öllu
eftir því sem tónlistarkennarinn ætlast til af því. Barnið skuldbindur sig einnig til að
mæta á alla tónfundi, tónleika og í vorpróf. Af og til getur einnig verið nauðsynlegt að
vera með auka æfingar og verður barnið að skuldbinda sig til að mæta á þær ef kennari
fer fram á það.
5) Barnið skal mæta í alla tónlistartíma vetrarins nema eitthvað mikilvægt komi í veg
fyrir það, eins og t.d. veikindi. Skal þá undantekningarlaust láta tónlistarkennara vita
og fá leyfi frá honum ef ástæðan er önnur en veikindi.
6) Tónfræði er kennd öllum að kostnaðarlausu fyrir nemendur 3. – 10. bekkjar. Þetta er
mikilvægt fag og nauðsynlegt að börn mæti í þá tíma sem þeim stendur til boða.
7) Börn þurfa alltaf að mæta í tíma með bláu æfingabókina sem þau fá í byrjun skólaárs.
Í hverjum tíma skrifar tónlistarkennari í bókina og gott væri að foreldrar læsu bókina
til að fylgjast með framgangi barna sinna.
8) Mikilvægt er fyrir tónlistarþroska barnsins að það æfi sig heima.
9) Tónlistarmenntun kostar peninga og mikilvægt er að foreldrar fylgist með því hvernig
börnum þeirra gengur í sínu tónlistarnámi. Foreldrar verða að sýna áhuga og bera
ábyrgð á námi barna sinna.
10) Tónlistarnám er ekki skyldunám. Einmitt þess vegna er það mikilvægt að í
tónlistarskólann komi aðeins þeir sem hafi áhuga á að læra tónlist og þeir sem eru
tilbúnir til að fara eftir reglum tónlistarskólans.
Tónlistarskólastjóri