Bæjarblaðið Jökull - 04.04.2013, Blaðsíða 3
Þann 10. apríl n.k. kl. 16:00
er boðað til hugmyndasmiðju í
Átthagastofu Snæfellsbæjar um
hvernig Jónsmessuganga ársins
og komandi ára, um þjóð
garðinn og næsta nágrenni,
getur orðið að viðburði sem
dragi til sín marga innlenda og
erlenda gesti. Í Jónsmessugöngu
síðasta árs vaknaði hugmynd
um að boða til 24 tíma göngu.
Hvernig gerum við það svo að
við getum verið stolt af? Það
verður viðfangsefni smiðjunnar.
Frumkvæðið að smiðjunni
kemur frá ferðaþjónum Út og
vestur (www.gowest.is) sem
sáu um Jónsmessugöngu þjóð
garðsins 2012 undir yfir skrift
inni „Lífsást undir Jökli“. „Einn
þátttakandi í þeirri göngu, sem
kom frá SuðurÞýskalandi, var
mjög hugfanginn og setti fram
þessa hugmynd um að við
myndum standa fyrir sólar
hrings göngu“, segir Jón Jóel
sem fer fyrir Út og vestur.
„Slíkar göngur njóta vaxandi
vinsælda í MiðEvrópu og víðar.
Göngur af þessu tagi eru miklu
frekar stílaðar á náttúruupplifun
fyrir venulegt fólk en ekki á
keppni fyrir ofurhetjur. Við
boðum til þessarar smiðju í
samvinnu við Átthagastofu,
þjóð garðinn Snæfellsjökul og
Björgunarsveitina Lífsbjörg og
vonum að sem flestir mæti og
taki þátt, ekki síst hagsmuna
aðilar í ferðaþjónustu á svæð
inu. Við vitum að Jökullinn er
öflugasta og dýrmætasta vöru
merki Vesturlands og við viljum
vanda okkur“, segir Jón Jóel.
Hann vísar jafnframt til ítarefnis
fyrir smiðjuna á vefnum http://
gowest.is/jonsmessuganga/
Hvernig verðum við stolt...?
ÚTSVAR & TRÚBADORAR
Laugardaginn 6. apríl
er komið að úrslitakvöldinu okkar í
Trúbadorakeppninni og hefst hún
klukkan 20:00.
Gestadómari verður Halli Reynis sem
gjarnan er kallaður trúbador Íslands
og mun hann taka nokkur lög eftir að
keppni líkur.
Keppendur kvöldsins eru:
Aron Hannes.
Ólöf Gígja.
Friðþjófur Orri.
Hlöðver Smári.
Föstudaginn 5. apríl
munum við sýna frá keppni
Snæfellsbæjar í Útsvari í beinni
á risaskjá sem hefst klukkan 20:00.
Mætum öll og sýnum samstöðu.
Tilboð á hamborgara og öl.