Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 04.04.2013, Qupperneq 3

Bæjarblaðið Jökull - 04.04.2013, Qupperneq 3
Þann 10. apríl n.k. kl. 16:00 er boðað til hugmyndasmiðju í Átthagastofu Snæfellsbæjar um hvernig Jónsmessuganga ársins og komandi ára, um þjóð­ garðinn og næsta nágrenni, getur orðið að viðburði sem dragi til sín marga innlenda og erlenda gesti. Í Jónsmessugöngu síðasta árs vaknaði hugmynd um að boða til 24 tíma göngu. ­ Hvernig gerum við það svo að við getum verið stolt af? Það verður viðfangsefni smiðjunnar. Frumkvæðið að smiðjunni kemur frá ferðaþjónum Út og vestur (www.gowest.is) sem sáu um Jónsmessugöngu þjóð­ garðsins 2012 undir yfir skrift­ inni „Lífsást undir Jökli“. „Einn þátttakandi í þeirri göngu, sem kom frá Suður­Þýskalandi, var mjög hugfanginn og setti fram þessa hugmynd um að við myndum standa fyrir sólar­ hrings göngu“, segir Jón Jóel sem fer fyrir Út og vestur. „Slíkar göngur njóta vaxandi vinsælda í Mið­Evrópu og víðar. Göngur af þessu tagi eru miklu frekar stílaðar á náttúruupplifun fyrir venulegt fólk en ekki á keppni fyrir ofurhetjur. Við boðum til þessarar smiðju í samvinnu við Átthagastofu, þjóð garðinn Snæfellsjökul og Björgunarsveitina Lífsbjörg og vonum að sem flestir mæti og taki þátt, ekki síst hagsmuna­ aðilar í ferðaþjónustu á svæð­ inu. Við vitum að Jökullinn er öflugasta og dýrmætasta vöru­ merki Vesturlands og við viljum vanda okkur“, segir Jón Jóel. Hann vísar jafnframt til ítarefnis fyrir smiðjuna á vefnum http:// gowest.is/jonsmessuganga/ Hvernig verðum við stolt...? ÚTSVAR & TRÚBADORAR Laugardaginn 6. apríl er komið að úrslitakvöldinu okkar í Trúbadorakeppninni og hefst hún klukkan 20:00. Gestadómari verður Halli Reynis sem gjarnan er kallaður trúbador Íslands og mun hann taka nokkur lög eftir að keppni líkur. Keppendur kvöldsins eru: Aron Hannes. Ólöf Gígja. Friðþjófur Orri. Hlöðver Smári. Föstudaginn 5. apríl munum við sýna frá keppni Snæfellsbæjar í Útsvari í beinni á risaskjá sem hefst klukkan 20:00. Mætum öll og sýnum samstöðu. Tilboð á hamborgara og öl.

x

Bæjarblaðið Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.