Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 30.05.2013, Page 1

Bæjarblaðið Jökull - 30.05.2013, Page 1
Grunnskóli Snæfellsbæjar á Hellis sandi fékk Grænfánan af ­ hentann á síðasta föstudag. Er þetta í þriðja skiptið sem skól­ inn fær fánann afhentann. Í til­ efni að þessu var haldin Græn ­ fánahátíð í skólanum. Börnin voru búin að vinna hin ýmsu verkefni sem öll tengdust endur vinnslu og Grænfána verk­ efninu. Í skólanum er starfrækt umhverfisnefnd sem séð haldið hefur utan um Grænfána verk­ efnið. Á hátíðinni lásu nem­ endur í nefndinni upp það helsta sem gert hefur verið til að fá fánann aftur. Allir nem­ endur skólans sungu svo saman. Að því loknu afhenti Þórunn Sigþórsdóttir skólanum fánann, tók umhverfisnefndin við honum og gengu allir fylktu liði út þar sem fánanum var flaggað. Boðið var upp á skúffu­ köku og djús að þessu loknu. Hátíðin endaði svo á því að farið var í skrúðgöngu og bættust þá börn frá leik skóla­ num í hópinn, gengið var í tilvonandi útikennslustofu Grunn skólans og leikskólans Kríubóls þar sem tekin var fyrsta skóflustungan að stofunni með því að gróðursett voru tré. þa Ólafsbraut 21, Snæfellsbæ Sími: 410 4190 Netfang: 0190@landsbankinn.is Snæfellsnesi www.landsbankinn.is Þriðji grænfáninn 604. tbl - 13. árg. 30. maí 2013

x

Bæjarblaðið Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.