Bæjarblaðið Jökull - 09.01.2014, Blaðsíða 8
Árið 2014 er gengið í garð og
í vor lýkur þessu kjörtímabili.
Með þessum línum vil ég líta
yfir farinn veg og gera grein fyrir
þeirri niðurstöðu minni að gefa
ekki kost á mér til áfram haldandi
setu í bæjarstjórn Grundar
fjarðar.
Ástæðan fyrir því að ég ákvað,
vorið 2010 að gefa kost á mér til
starfa í bæjarstjórn, var að mér
fannst spennandi að taka þátt í
að byggja upp hið „Nýja Ísland“,
eftir bankahrun. Ég hafði þá í
tíu ár sérhæft mig í aðferðum við
samræðu og aðkomu almennings
að ákvarðanatöku. Það var og er
enn, bjargföst trú mín að við
verðum að efla samfélögin okkar
innan frá, með því að gefa fólki
kost á að taka raunverulegan
þátt í ákvörðunum um málefni
sem varðar það og samfélag
þess, virkja hugmyndaauðgi
og frumkvöðlakraft. Og hvergi
ætti að liggja eins vel við að
bjóða íbúum að borðinu og í
sveitarfélögum. Ég tel líka að
við eigum við að skiptast á við
að sinna störfum fyrir samfélagið
okkar.
Á þessu kjörtímabili hefur
bæjarstjórn Grundarfjarðar
stigið ýmis skref í þá átt að koma á
virkri samræðu við íbúa. Haldnir
hafa verið upplýsingafundir vor
og haust og sýnir mæting á þá
fundi að fólk kann að meta það
að fá að fylgjast með. Umræðan á
þessum fundum hefur haft áhrif
á ákvarðanatöku. Í nóvember
síðastliðnum var svo haldið
íbúaþing og stýrihópur mun
nú í byrjun árs vinna frekar úr
niðurstöðum þess.
Þrátt fyrir þessa viðleitni
og árangur, hefði ég viljað
sjá okkur komast lengra. Ég
hefði viljað sjá meiri árangur
í breyttu hugarfari, þannig að
við litum æ oftar á okkur sem
samstarfsaðila, bæjarstjórn og
íbúa. Eitt af því sem ég hef lært er
að mikilvægustu ákvarðanirnar
um málefni sveitarfélaga eru
ekki teknar af sveitarstjórnum,
heldur bundnar í lög og
reglugerðir. Ákvarðanir sem
hafa áhrif á aðstæður okkar
eru kannski teknar í Reykjavík,
Brussel eða á Wall Street.
Einmitt þess vegna skiptir máli
að við tökum virkan þátt í því
sem við þó getum haft áhrif á.
Við erum í samkeppni við
önnur svæði á landinu um íbúa
og atvinnutækifæri. Þar getum
við náð svo miklu meiri árangri
ef við sækjum fram saman,
Snæfellingar. Það er mikilvægt
að við stöndum heilshugar á
bak við sameiginleg verkefni
sveitarfélaganna, núverandi og
það nýja verkefni sem stefnt er
að með stofnun Svæðisgarðs
Snæfellinga. Við eigum að
setja stefna að sameiningu
sveitarfélaganna á dagskrá á
þessu ári og við eigum að vinna
meira með ungu fólki, því þeirra
er framtíðin. Við eigum að þora
að vera stórhuga og þora að fara
nýjar leiðir.
Eins og kunnugt er hafa kraftar
og tími bæjarstjórnar Grundar
fjarðar á þessu kjörtímabili
farið að mestu í að vinna úr
erfiðri fjárhagsstöðu bæjarins.
Þar hefur náðst góður árangur
vegna samstillts átaks allra,
bæjarstjórnar, starfsmanna og
íbúa. Fyrir samstarf í þeim málum
og öðrum, þakka ég heilshugar.
Seta í bæjarstjórn er þjónusta
við íbúa og hag bæjarfélagsins
í heild. Ég hef verið tilbúin að
leggja krafta mína af mörkum
fyrir mitt samfélag. En mig
þyrsti í breytingar og nú met ég
það svo, að kröftum mínum sé
betur varið á öðrum vettvangi.
Ég er þakklát fyrir þá þekkingu
og reynslu sem bæjarmálin
hafa gefið mér. Það hafa svo
sannarlega verið forréttindi að
fá að deila kjörum með íbúum,
bæði á gleði og sorgarstundum.
Á þessu kjörtímabili höfum við
hafið hvern bæjarstjórnarfund á
því að fagna nýfæddum Grund
firðingum og minnast genginna.
Það er vegna þess að hér í okkar
litla og góða samfélagi skiptir
hver einasti einstaklingur máli.
Megi nýtt ár færa Grund firð
ingum og Snæfellingum öllum
heill, hamingju, stórhug og
samstöðu!
Lifið heil!
Sigurborg Kr. Hannesdóttir,
forseti bæjarstjórnar
Nýtt ár, nýir tímar?
Ólafsvík
Lindarholt 2 er til sölu. Húsið er á tveimur
hæðum og alls 109,8fm. Efri hæðin er 86,8fm og
skiptist hún í forstofu, baðherbergi, hol, eldhús,
stóra stofu og tvö herbergi. Á forstofu, holi og
eldhúsi eru ísar á gól og á baðherbergi eru
ísar með hita í gól. Parket er á stofu og í
herbergjum. Úr stofu er gengið út á góðan
sólpall með góðu grindverki. Í kjallara sem er 23
fm er þvottahús. Húsið er nýlega tekið í gegn
innan sem utan, m.a. lagnir, rafmagn, gólfefni og . Á húsinu er nýlegt þak og
þakkantur. Bílskúr sem er 60 fm er byggður úr steypu 2008. Hann er með góðri
lofthæð og hurð sem er 3,5 á breidd og 2,4 á hæð með rafmagnsopnun. Húsið allt
lítur mjög vel út utan sem innan og það er mjög góð eign á góðum stað í Ólafsvík
með góðu útsýni. Til greina kemur skipti á stærri eign í Ólafsvík.
Óskað er eftir tilboði í eignina.
Íbúð á Hrannarstíg 30
Íbúð fyrir eldri borgara á Hrannarstíg 30
er laus til umsóknar. Um er að ræða leigu-
íbúð með búseturétti og 10% hlutareign.
Íbúðin er þriggja herbergja, 80m2 auk 23m2
bílskúrs, alls 103m2.
Nánari upplýsingar fást á bæjarskrifstofunni
í síma 430 8500 og einnig á heimasíðu
Grundararðarbæjar.
Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2014.