Bæjarblaðið Jökull - 09.01.2014, Blaðsíða 4
Nú er rétti tíminn til framkvæmda
þar sem að átakið ALLIR VINNA
hefur verið framlengt.
Hjá okkur starfa smiðir, múrarar (flísar),
píparar og aðrir iðnaðarmenn.
Við erum með tæki og tól til allra verka.
HÚSEIGENDUR!
100%
endurgreiðsla
á vsk af vinnu
Enn er talsvert af ósóttum
vinn ingum í leikfangahapp
drætti Lionsklúbbs Ólafsvíkur,
meðal ósóttra vinninga er
bátur fyrir Baby Born, og stór
slökkviliðsbíll. Vinninganna er
hægt að vitja í Steinprent og
númerin á ósóttum vinningum
eru:
222, 445, 456, 500, 561, 720,
983, 1037, 1060, 1088, 1335,
1474, 1714, 2308.
Ósóttir vinningar
Karokíkeppni fyrirtækjanna
fór af stað þann 28. desember
síðastliðinn með fyrsta kvöldinu.
Haldin verða alls þrjú kvöld og
komast þrír keppendur áfram
á hverju kvöldi. Dómarar munu
svo velja einn keppanda sem ekki
komst áfram til að keppa með
þeim á úrslitakvöldinu. Það er
Lionsklúbburinn Þernan í samstarfi
við Hótel Hellissand sem standa
að keppninni og ætla Lionskonur
að láta hluta ágóðans renna til
kaupa á spjaldtölvum í Grunnskóla
Snæfellsbæjar. Þarna fer því saman
góð skemmtun og styrkur við
gott málefni. Á þessu fyrsta kvöldi
kepptu sex fyrirtæki: Breiðavík ehf,
Egill SH, Hraðbúðin Hellissandi,
Lionsklúbburinn Þernan, Verslunin
Blómsturvellir og Þrif og þjónusta.
Stóðu allir keppendur sig með
miklum sóma og hljómuðu lög eins
og “Sandy” úr Grease myndinni
frægu, Abba lagið “Honey honey”
og “Fight the Moonlight” með
LeAnn Rimes. Fjöldi gesta fór fram
úr björtustu vonum Lionskvenna
og var frábær stemming á
kvöldinu. Af þessu fyrsta kvöldi
komust áfram í þriðja sæti Kristjón
Grétarsson sem söng fyrir Þrif og
þjónustu, í öðru sæti Olga Guðrún
Gunnarsdóttir sem söng fyrir Egil
SH og vinningshafi kvöldsins var
Alda Dís Arnardóttir sem söng fyrir
Hraðbúðina Hellissandi. Næsta
kvöld verður laugardaginn 18.
janúar, vonandi verður jafn góð
mæting og stemming það kvöld og
spennandi að fylgjast með hverjir
keppa þá.
þa
Í Sandafjöruna vestan Hellis
sands rak um ára mótin há hyrn
ing. Auð velt er að komast að
honum frá Útnes veginum og svo
um veginum í Krossavík. Meðan
brimið er mikið við ströndina má
gera ráð fyrir því að hvalur inn
verði á hreyfingu um fjöru na og
staðsetning breytleg eftir sjávar
fjöllum. Óvíst er um dánarorsök
en nokkuð algengt er orðið að
dauða háhyrninga reki á fjörur
á Snæfellsnesi
Karókí í Röst
Háhyrning rak á
Sandafjöru
Hamborgarar, pizzur
og margt eira