Morgunblaðið - 01.07.2005, Side 6

Morgunblaðið - 01.07.2005, Side 6
6 C FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar Morqunblaðið/Siqurður Jökull Ólafsson Valkostimir eru margir og ólíkir. Hver sagði að það væri auðvelt að velja sér hjól við hæfi? Ökumennirnir sjö gefa rækilega í við ráslínuna. Spennandi 450cc enduro hjól vegin og metin Framboð enduro-hjóla þetta árið er einkar spennandi að sögn Þóris Kristinssonar, sem í félagi við sex aðra ökuþóra gaf í botn og kynnti sér aksturshæfni hjólanna. Sumir byrja á öfugum enda, skoða fyrst niðurstöðuna áður en þeir kynna sér innihald reynsluakstursins nánar - ef þeir kynna sér það yfir höfuð. Þeir sömu missa þó líklega af aðalatriðinu, sem er að öll hjólin í þessum reynsluakstri koma til greina þegar krýna á besta hjólið. Öll þessi hjól hafa nefnilega svo ólíka kosti og galla og það sem hentar einum þarf ekki endilega að henta öðr- um. Framboðið í ár er líka einstaklega spennandi og þökk sé góðum viðtökum hjá innflutningsaðilum hjólanna þá er hægt að miðla stórum upplýsingapakka í þetta skipti. Reyndar sá KTM-umboðið sér ekki fært að senda hjól í reynsluaksturinn, en Dagbók Drullumallarans setti út klærnar og komst yfir glænýtt KTM 450 EXC í eigu Róberts Hjörleifssonar, sem á þakkir skildar fyrir framlag sitt við að fullkomna samkomu þessara öflugu hjóla. Auk undirritaðs sáu sex heiðursmenn um reynsluaksturinn þar sem hjólin voru prófuð bæði á dæmigerð- um íslenskum vegaslóðum og á „motocross“-braut í grenjandi rigningu og drullubaði. Sannkölluð skítavinna sem unnin var með bros á vör. GasGas 450FSE Sigurvegari síðasta árs mætti að þessu sinni til leiks sterkari og betri en nokkru sinni fyrr. GasGas er fyrst og fremst notendavænt enduro-hjól og skyldleiki þess við klifurhjól (trials) er greinilegur. Mótorinn er skemmtilega uppbyggður, hefur breitt vinnslusvið og gangurinn reyndist sá besti meðal hjólanna, þökk sé beinni innspýtingu. Þar er GasGas langt á undan keppinautum sínum með sinn hikstalausa og óaðfmnan- lega vélargang. Aflið er mjúkt og línulegt, svo mjúkt raunar að kræfari ökumenn kvörtuðu undan kraftleysi og að hjólið virtist eilítið kæft. GasGas setti sér þau markmið að létta hjólið á þessu ári en þrátt fyrir það er hjólið hið þyngsta í hópnum (132 kíló með fullan bensíntank, 7 kílóum þyngra en léttasta hjólið, CRF-X). Kílóaþunginn segir þó ekki alltaf alla söguna því máli skiptir hvar þyngdarpunktur hjólsins fellur og þannig sleppur Gasser- GasGas: Mikið endurnýjað fyrir 2005. Heildarþyngd með elds- neyti 132 kg. 6 gíra og götuskráð. Verð 885.000 kr. stgr. Fæst í verslun JHM Sport. inn fyrir horn hvað þyngdina varðar. Fjöðrunin hefur verið bætt milli ára, en ekki er laust við að hún sé í mýkri kantinum sem kemur vel í ljós þegar ekið er á mikilli ferð og hjólið lendir í holum eða skurðum. Hjóhð er hins vegar á heimavelli þar sem aðstæður eru slæmar og hraðinn lítill, t.d. í hægum akstri yfir grjót, drullu og annan viðbjóð. Því verri sem aðstæðurnar eru, þeim mun betur virkar Gasserinn. Fyrir utan beinu innspýt- inguna eru stóru fréttirnar að GasGas kemur útbúið með svo- kallaðri „slipper cluteh“-kúplingu, rándýrum búnaði sem vinn- ur að því að minnka neikvæð áhrif mótorbremsu sem eru svo algeng á fjórgengishjólum þegar slegið er af inngjöflnni. Mót- orinn líkist þannig að mörgu leyti vinnslu léttari tvígengismót- ora. Stjórntæki hjólsins eru þá mjög góð og hjólið kemur vel útbúið og frágangurinn er með ágætum. Ekki sakar heldur að hjólið er mjög laglegt ojg í heildina frambærilegasta hjól sem á stóran aðdáendahóp á Islandi. Honda CRF 450X Það smíðar engin hjól eins og Honda. Bæði útlit og hönnun eru fullkomin. Lítum bara á nýjasta afkvæmið sem lengi hefur verið beðið eftir; CRF 450X. Mótorinn hitti beint í mark hjá hópnum; aflmikill og spennandi. Hann skilar hressilegu en línulegu afli allt frá lægsta vinnslusviði upp í 10.000 snúninga. Hjólið er auk þess þokkalega hljóðlátt og óþarfi að taka þétt- inguna (píluna) úr pústinu til að opna fyrir betra flæði því það Honda: Vel tamið tryllitæki. Heildarþyngd með eldsneyti 125 kg. 5 gíra og torfæruskráð. Verd 895.000 kr. stgr. Fæst hjá Honda- umboðinu/Bernhard Vatnagörðum. eykur bara hávaðann að óþörfu. Nóg er aflið íyrir. Hjólið stýrði mjög nákvæmlega, líkt og „motocross“-hjól í gegnum þröngar beygjur, en virkaði einnig mjög vel í hröðum akstri. Astæðan er sú að þó X-ið eigi rætur sínar að rekja til „moto- cross“-hjóls, fékk það engu að síður sérhannaða enduro- álgrind (þá fallegustu og bestu í hópnum) og nýja fjöðrun, auk breytinga á vél og gírkassa. Eins og öll hin hjólin kemur X-ið með rafstarti sem virkaði mjög örugglega allan daginn. Gír- kassinn er þá ágætur, en mætti bjóða upp á meiri topphraða og fyrsti gírinn var einnig fullhár fyrir lúshægt brölt í grjótinu og drapst nokkrum sinnum á hjólinu við slíkar kringumstæður þar sem mótorinn átti erfitt uppdráttar. Kúplingin er þokka- lega létt en flestir (ekki alveg allir) söknuðu þess þó að hafa ekki nýtísku glussakúplingu eins og er á flestum hjólum í dag. Þegar kemur að bremsunum hefur X-ið þær bestu í brans- anum. Það var einfalt að afgreiða Honduna. Allur hópurinn náði strax góðu sambandi við þetta spræka en vel tamda trylli- tæki sem hefur hreint ótrúlega góða aksturseiginleika og smíð- in er algert meistarastykki. Hjólið hentar breiðum hópi öku- manna, en líklega fá þó reyndir ökumenn hvað mest út úr hjólinu. Það hlýtur því að teljast grátlegt að kaupendahópurinn snarminnkar við að hjólið fær einungis torfæruskráningu (rautt númer), sem þykir ekki merkilegur pappír í enduro- bransanum í dag. Husaberg FE450FE Síðustu ár hefur Husaberg verið notað af KTM sem útung- unarstöð fyrir góðar hugmyndir. Það má því segja að Husa- berg hafí alla tíð smíðað framúrstefnuleg hjól hvað hönnun og afkastagetu varðar. Husaberg er afkastamikið keppnistæki sem þarf ást og umhirðu í samræmi við það. Samhliða bættum Husaberg: Svíagrýlan vex í vinsældum. Heildarþyngd með elds- neyti 126 kg. 6 gíra og götuskráð. Verd 890.000 kr. stgr. (Til- boðsverð á 2004-ágerðinni 750.000 þúsund.) Fæst í Nitro. gæðum hafa vinsældir Husaberg aukist til muna á íslandi. Hjólin í ár hafa fengið fáar en hnitmiðaðar endurbætur sem gera þau enn léttari og skemmtilegri en áður. Við vorum svo heppnir að fá glæsilegt hjól í „Force“ útgáfu. Mest munar um breytta fjöðrun sem gerir hjólið mun öruggara í þröngum beygjum. Þessar breytingar skila sér einnig á mikilli ferð þannig að Husaberg hefur smíðað hjól sem hentar betui' en áð- ur í blandaðan akstur. Mótorinn er mjög áhugaverður, það er mikið afl alls staðar og gírkassinn er þess eðlis að hraðasvið þessa hjóls er mjög stórt. Hins vegar er of mikið bil milli gíra og því þarf að passa að þenja hjólið upp á mikinn snúning áður en skipt er, því annars verður næsti gír fullþungur fyrir mót- orinn. Loftsían er undir sætinu sem hefur sína kosti og galla. Soghljóðið truflaði einhverja en staðsetningin, svona hátt uppi, er alger snilld þegar ekið er yfir djúpar ár. Sætið þótti þó full mjúkt og færsla ökumanns úr sitjandi í standandi stöðu of mik- il og orkufrek. Smíði hjólsins er nokkuð gróf, en engu að síður viðunandi. Stjórntæki virkuðu með ágætum en afturbremsan var ekki nógu vel staðsett fyrir fótinn. Við létum það einnig fara í taugarnar á okkur að númeraspjaldið á vinstri hlið hjóls- ins krækist sífellt í stígvélin. í heildina er Husaberg keppnis- tæki sem líður best í átökum og þegar ekið er greitt. Eftir því sem árin líða og þróunin heldur áfram virðist hjólið þó höfða til stækkandi hóps ökumanna. Husqvarna TE 450 Hörmungarástand! Það er orðið sem lýsir ástandi á Hus- qvarna síðustu áratugina hvað best. En eitthvað mikið er nú að gerast. Gamli risinn er aftur vaknaður og búið að blása nýju ►

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.