Morgunblaðið - 01.07.2005, Side 10

Morgunblaðið - 01.07.2005, Side 10
10 C FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2005 bílar MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell Ökumennl Þungaskattur er nú felldur inn í verð dísilolíu og þannig greiddur strax með bensínkaupunum í stað tvisvar til þrisvar á ári áður. Dísilbílar nú samkeppnisfærir á íslenskum bílamarkaði Ný lög um olíugjald, sem taka gildi í dag, hafa ýmsar breytingar í för með sér fyrir ökumenn og ekki síður umhverfið eins og Geir A. Guðsteinsson komst að þegar hann kynnti sér málin. dag, 1. júlí, taka í gildi lög um olíugjald. En hvað er olíu- gjald? Með olíugjaldi er gjaldtaka af dísilbifreiðum og bensínbif- reiðum samræmd. Gjaldtakan breytist frá því að vera gjald á ekna kflómetra yfir í gjald á það elds- nejdismagn sem notað er. Gjald- skyldir aðilar verða þeir sem dreifa eldsneytinu en ekki þeir sem aka bifreiðunum. Þeir síðarnefndu bera hins vegar gjaldið eins og þunga- skatt en greiða það jafnóðum við eldsneytiskaup í stað þess að greiða tvær til þrjár háar fjárhæðir á ári. Fjárhæð olíugjalds verður 41 króna á hvern lítra af olíu frá 1. júlí 2005 til 31. desember 2005. Af olíugjaldi ber að greiða virðisaukaskatt. Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig- enda, segir fagnaðarefni að nú í dag, 1. júlí, bjóðist íslenskum neyt- endum loks að kaupa dísilolíu með sama hætti og hefur verið við lýði í nágrannalöndum okkar áratugum saman. Þeir gangi nú frá sínum kaupum á dísilolíu beint frá dælu í stað þess að fá reikninga vegna þungaskatts tvisvar á ári, og það háar upphæðir sem vafist geti fyrir mörgum að greiða hafi ekki verið teknir frá peningar til þess að mæta greiðslunum. Allt að 30% minni eldsneytiseyðsla „Þetta gerir fólki kleift að kaupa eyðslugranna dísilfólksbíl a sem nú eru í fyrsta sinn samkeppnisfærir á Morgunblaðið/Ásdís Gerir fólki kleift að kaupa eyðslugranna dísilbíla, segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Erna Gísladóttir, forstjóri B&L, segir fyrirtækið ætla að auka úrval dísilbílaf ramboðsins hægt og rólega. íslenskum markaði. Þessir bflar hafa sáralítið verið á götunum fram að þessu, enda gerði þungaskatts- kerfið það að verkum að þeir hafa verið slæmur valkostur til þessa fyrir almenning. Dísilbílar eyða í dag allt að 30% minna eldsneyti en bensínbflar af sambærilegri stærð. Það skilar sér í minni koltvísýr- ingsmengun og nýjustu dísilhreyfl- arnir eru auk þess þannig í dag að þeir skila frá sér mun minna af öðr- um óæskilegum og mengandi efn- um, eins og t.d. sótögnum. Margir bílar eru í dag útbúnir sótvarnar- síum en þessi útbúnaður er að koma inn í Evrópureglugerðir. Þjóðhagslega erum við að ná þeim ávinningi með því að gera dísilbfl- inn að raunverulegum valkosti að olíureikningur samfélagsins mun minnka umtalsvert. Það er auðvitað gríðarlegur kostur í dag þegar við verðum vitni að því að eldsneyti hækkar dag frá degi. Það er því til mikils að vinna að draga úr olíu- kostnaði þjóðarinnar," segir Run- ólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, í viðtali við bílablað Morgunblaðsins. Runólfur segist hafa orðið var við allnokkur viðbrögð frá almenningi og mikið sé spurt um dísilbíla á skrifstofu FIB. Ahugi á kaupum á slíkum bilum hafi greinilega verið vakinn undanfarin misseri og eins hafi mörg bílaumboðanna búið sig undir aukin kaup almennings á dís- ilbflum og keypt dísilbfla á lager. Runólfur segist þess fullviss að á næstu mánuðum muni framboð á dísilbílum aukast umtalsvert. En bflaumboðin þurfi að fóta sig á þessum markaði og reyna að kom- ast að því hvernig þessi aukni áhugi muni skila sér. í Evrópu er þróunin sú að aldrei íyrr hafa selst jafn margir nýir dís- ilfólksbílar og á árinu 2003, en markaðshlutdeild þeirra hefur tvö- faldast á sl. 12 árum. A árinu 2004 var markaðshlutdeild dísilfólksbíla í Evrópu komin upp í 44%, en í árs- lok 2003 voru 11,5% fólksbíla á ís- landi dísilknúnir en aðeins 9,55% á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem hafa ekið dísilknúnum fólksbflum hér- lendis eru fyrst og fremst þeir sem aka langt umfram meðalakstur á ári. Vegna þessarar litlu sölu á dís- ilbílum undanfarin ár hérlendis, sem m.a. orsakast af því að þeir eru í grunninn dýrari, hefur dísilbíllinn verið nánast óeðlilega dýr hérlendis að mati Runólfs. Sá verðmunur muni nú minnka. Væntanlega muni dísilbflar einnig skila sér í hærra verði í endursölu, líkt og raunin hafi verið á hinum Norðurlöndunum vegna þess að fólk sé að sækjast eftir neyslugrennri bflum. Hærra innkaupsverð þar hefur skilað sér til baka, og oftast mun betur, í end- ursöluverði. Það hafi reyndar þegar mátt sjá á sölumarkaði dísiljeppa. Gamla kerfið var ranglátt - Það hefur verið þannig að bíl- eigandi hefur þurft að aka a.m.k. 20.000 km á ári til þess að það borgaði sig að reka dísilbfl sam- anborið við samskonar jeppa með bensínvél. Hverfur þetta „skilyrði“ nú? „Kerfið hyglaði í raun þeim sem óku mikið. Þeir sem eyddu minna á kostnað samfélagsins voru látnir borga fyrir þá sem voru að eyða og sóa. Ranglætið var því algjört í gamla kerfinu. Ef við hugsum okkur bensínbfl sem eyðir um 10 lítrum í 100 km akstri og berum hann saman við dísilbíl sem eyðir 7 lítrum i 100 km akstri og báðir aka 15 þúsund km á ári er kostnaður dísilbílseigandans um 50 þúsund krónum minni miðað við eldsneytisverðið í dag. Miðað við verðmun á bensín- og dísilbilum í dag skilar sá verðmunur sér til baka á þremur árum miðað við 15 þúsund km akstur á ári auk þess sem endursöluverð dísilbflsins er hærra, og verður eflaust enn hærra þegar dísilbflum fer að fjölga á markaðnum. Dísilútgáfa eins vin- sælasta jeppans á markaðnum hér stendur mjög stutt við á endur- sölumarkaðnum og er oft seldur á yfirverði meðan bensínjeppinn stendur eitthvað á markaðnum. Við gætum verið að sjá svipaða þróun í fólksbílum í framtíðinni," segir Runólfur. Vöruúrval dísilbíla eykst hjá B&L Erna Gísladóttir, forstjóri Bif- reiða- og landbúnaðarvéla og for- maður Bílgreinasambandsins, segir að verið sé að undirbúa einhverja dísilvæðingu bílaflota landsmanna og nú þegar sé aukning í innflutn- ingi BMW-bfla með dísilvél og sami undirbúningur sé hafinn í innflutn- ingi Renault-bfla, þar sé verið að taka inn tegundir og setja bíla inn á verðlista með dísilvélar sem ekki hefur verið áður. „Við höfum auðvitað selt nokkuð af jeppum með dísilvél, en það eru fólksbílarnir sem verða helsta breytingin. Eg fullyrði að Renault sé með alveg frábærar dísilvélar og sérstaklega hljóðlátar sem munu henta mjög vel hér á markaðnum. Við munum hægt og rólega auka vöruúrvalið í dísilbflum og munum fylgjast vel með á næstu misserum hvemig markaðurinn tekur þessari breytingu, þ.e. olíugjaldinu. Mér finnst almenningur vera svolítið að bíða og fylgjast með hvað gerist. Þetta er tímabundin reglugerð frá ríkisvaldinu og mörgum finnst þetta ekki vera nógu sterk skilaboð hvernig þessu verður háttað þegar til lengi'i tíma er litið. Við þurfum að sjá skýrari stefnu frá stjórnvöld- um. Það er því viss áhætta tekin með kaup á dísilfólksbifreið, en það era alltaf hinir nýjungagjörnu sem byrja, ríða á vaðið. Hinn almenni kaupandi mun fara hægt af stað, en hann borgar milli 5 og 10% hærra verð fyrir dísilbflinn. En ég tel að endursöluverðið muni verða nokkuð hærra á dísilbílum en bensínbflum þannig að munurinn verður ekki eins mikill og margir álíta í dag. Svo er eyðslan allt að 25% minni. Akveðinn hópur Islendinga hugs- ar mjög umhverfisvænt og fagnar þessari þróun, en sá hópur er minni en víðast hvar erlendis. Auk þess ökum við styttri leið í vinnuna en víðast hvar tíðkast erlendis og þess vegna kemur mengunarbúnaðurinn oft að mjög litlum notum á köldum vetrardögum vegna þess að bfllinn nær því ekki að verða heitur. Auk þess hitna dísilbílarnir hægar og fólk á eftir að sjá hvernig það virk- ar í fólksbílunum," segir Erna. Dísilbílar á lager hjá Heklu Hjá Heklu er horft með nokkrum spenningi á þessa þróun sem er að verða á bílamarkaðnum í kjölfar þeirra breytinga sem nú eiga í stað, þrátt fyrir að fyrst í stað verði ekki mikill verðmunur á lítranum á bensíni og dísilolíu. En dísilolían sé umhverfisvænni og slíkar vélar eyði minna og því horfi starfsmenn Heklu með nokkurri eftirvæntingu til þess hver viðbrögð markaðarins verði. Eitthvað hefur að undanförnu verið keypt af dísilbílum á lager hjá Heklu, en Volkswagen hefur verið nokkuð leiðandi á markaðnum í framleiðslu fólksbfla með dísilvél og einnig í þróun dísilvéla. Verð fólks- bíla með bensínvél er enn nokkuð lægra en sams konar bfla með dís- ilvél. Þannig kostar Volkswagen Passat með 1600-vél um 2.275.000 krónur en með 1900-dísilvél 2.475.000 krónur, eða 200 þúsund krónum meira. Auk þess eru að koma Skoda-bflar með dísilvél og þar er verðmunurinn eitthvað svip- aður, t.d. í Skoda Octavia.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.