SÍBS blaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 3

SÍBS blaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 3
3. tbl. 2022 Efnisyfirlit 3 Meltingarvegurinn og starfsstöðvar hans 10 Fæði án mjólkursykurs 12 Úr Mekka meltingarlækninga 16 Melting eftir efnaskiptaaðgerð 20 Glútenóþol eða ofnæmi SÍBS-blaðið 38. árgangur I 3. tölublað I október 2022 ISSN 1670-0031 (prentuð útgáfa) ISSN 2547-7188 (rafræn útgáfa) Útgefandi: SÍBS Borgartúni 28a 105 Reykjavík sibs@sibs.is, www.sibs.is Ábyrgðarmaður: Guðmundur Löve gudmundur@sibs.is Ritstjóri: Páll Kristinn Pálsson pallkristinnpalsson@gmail.com Auglýsingar: Öflun ehf. Umbrot og prentun: Prentmet Oddi ehf. Upplag: 10.000 eintök Hlutverk SÍBS er að stuðla að heilbrigði þjóðarinnar. SÍBS á og rekur endurhæfingarmiðstöðina Reykjalund, öryrkjavinnustaðinn Múlalund, Heilsumiðstöð SÍBS og Happdrætti SÍBS. Meltingarvegurinn og starfsstöðvar hans Þótt munnholið sé fyrsti hlutur meltingarvegarins gera langvinnir meltingarsjúkdómar sjaldan vart við sig þar með örfáum undantekningum. í munn- holinu eru vöðvar sem sjá um að tyggja fæðuna og búa hana undir flutning niður á við. Ef fólk gefur þessu hlutverki ekki nægan gaum getur fæðan fest í vélinda á leiðinni niður, einkum og sér í lagi ef um bólgur eða aðra sjúkdóma er að ræða í vélindanu. Vélindað má telja sem fyrsta eiginlega hluta meltingarvegarins. Hlutverk þess er að flytja fæðuna niður og hefur til að bera innra og ytra vövalag sem gera það að verkum að kynging ferðast niður eftir vélindanu, hvort sem um er að ræða fasta eða fljótandi fæðu. Vélindað er ekki stíft rör heldur er um að ræða líffæri með fínstilltar hreyfingar þar sem taugar og vöðvar vinna saman við að færa „fæðubolus" niður eftir vélindanu. Áður en kyngingin hefur náð að ferðast niður að neðra hringvöðvanum á sér stað slökun í þeim vöðva til að tryggja að flutningurinn eigi farsælan endi í maganum. Sjaldgæfur sjúkdómur getur valdið því að þessi slökun eigi sér ekki stað, eða í mjög litlum mæli, og getur það þá valdið kyngingarerfiðleikum. Annað mikilvægt hlutverk vélindans er að koma í veg fyrir að magainnihald fari aftur upp í munnhol. Þannig er nokkurs konar ventilstarfsemi neðst í vélindanu sem undir eðlilegum kringumstæðum sleppir mjög litlu þar upp, nema einstaka ropa ef við á. Slímhúðin í vélindanu er ekki til þess fallin að þola magasýruna og ef þessi ventilstarfsemi er ekki til staðar eða veikburða á sér stað svokallað bakflæði frá maga upp í vélinda, sem getur þá valdið brjóstsviða eða nábít. Maginn hefur fjölþætt verkefni á sinni könnu. Mismunandi hlutar magans sinna þessum verkefnum. Efsti hluti magans sinnir fyrst og fremst geymsluhlutverki. Hann nefnist „fundus", og getur við fæðuinntöku víkkað umtalsvert út og geymir fæðuna þar til komið er að því að flytja hana niður í smáþarmana. Þetta getur komið sér vel ef fólk ætlar t.a.m. að taka til matar síns í jólahlaðborðum sem svigna undan kræsingum. Hugsanlegt er að þetta eigi þátt í tilurð offitu enda þurfa sjúklingar með offitu stundum að gangast undir magaminnkunaraðgerð. Neðan við efsta hluta magans er „corpus“ hluti magans en þar eru kirtlar sem framleiða magasýru. Magasýran hefur m.a. það hlutverk að drepa bakteríur og aðrar örverur sem berast okkur í gegnum óhreina fæðu. Einnig hefur magasýran áhrif á upptöku næringarefna, t.d. frásog á járni og BI2 vítamíni neðar í meltingar- veginum. Þar eru líka hormónamyndandi frumur sem eiga þátt í að stjórna hreyf- ingum í maga. Á mörkum „fundus“ og „corpus" hluta magans er gangráður magans (e. gastric pacemaker). Gangráðurinn skapar reglubundin rafboð sem eru fyrst fremst ætluð til að gera fremsta hluta magans (antrum) mögulegt að sinna tæmingu magans. Þannig er fremsti hluti magans eins konar dæla sem dælir út fæðunni í gegnum Il ^0* Einar Stefán Björnsson yfirlæknir á Landspítala, prófcssor við Læknadeild HÍ, forstöðumaður fræðasviðs Lyflækninga. 3

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.