SÍBS blaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 18

SÍBS blaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 18
SÍBS-blaðið Breytingar í brisi og lifur eiga sér líka stað og þar með á fjölmörgum efnaskiptum sem þessum líffærum tengjast. Einstaklingar með sykursýki 2 fá oft mikla bót sjúkdómsins og jafnvel langt sjúkdómshlé eftir aðgerð en ekki er talað um að aðgerðirnar lækni sykursýki. Einnig má oft sjá viðsnúning á einkennum fitulifrar eftir aðgerðirnar. Hætta á gallsteinum eykst þegar einstaklingur léttist hratt og vera þarf vakandi fyrir slíkum einkennum eftir efnaskiptaðgerðir. Vitað er að breyting verður á samsetningu þarmaflórunnar við aðgerðir og að flóran verður fjölbreyttari en fyrir aðgerðir. Enn er langt í land með að við vitum nákvæmlega fræðin á bak við áhrif þarmaflórunnar á heilsu okkar. Margt er óljóst um hvaða bakteríur eiga þar best heima, hverjar ekki, hvert er hlutverk þeirra og hvernig samspil þeirra er við hin ýmsu líffærakerfi. Þó er vitað að það er kostur að bakteríuflóran okkar sé fjölbreytt. Varnarviðbrögð líkamans Líkaminn bregst þannig við þessu stóra inngripi sem efna- skiptaaðgerð er með margvíslegum hætti. Líkaminn leitar að jafnvægi og ef hann skynjar að varnarviðbragða sé þörf setur hann í gang heilmörg ferli til að vega upp á móti þessum breytingum sem aðgerðin hefur í för með sér. Hann veit jú ekki að aðgerðin var gerð að yfirlögðu ráði en honum er eiginlegt að bregðast við eins og um slys sé að ræða. Svelti og næringarskortur eru ógnir sem hann sér sig knúinn til að bregðast við og því mikilvægt að vinna bug á þeirri mýtu að því minna sem einstaklingar borði því meira léttist þeir. Það er ekki óeðlilegt að þyngjast aftur þegar árin líða eftir aðgerðir og efnaskiptabreytingar þær sem komu fram eftir aðgerð byrja að ganga til baka. Mikilvægt er að bregðast við með viðeigandi hætti, skilja hvaða breytingar eru að eiga sér stað og hvort inngrip þurfi til að styðja við þyngdarstjórnunar- kerfi líkamans. Lokaorð Það er okkur eðlilegt að safna orkuforða í formi fituvefs og líkamsstarfsemi okkar getur verið algerlega heilbrigð þótt líkamsþyngdin aukist. Orkustjórnun líkamans er flókin og þyngdarstjórnunarkerfin sem líkaminn virkjar eru margþætt. Starfsemi þyngdarstjórnunarkerfanna og fituvefjarins getur raskast eins og önnur starfsemi líkamans og sjúkdómurinn offita verður þannig til. Offita er í raun samheiti yfir margs konar raskanir sem geta orðið á þessari starfsemi. Að gefnu tilefni er vert að taka fram að það er ekki hinn svokallaði líkamsþyngdarstuðull sem segir til um hvort sjúkdómurinn offita sé til staðar eða ekki. Þegar sjúkdómurinn offita er tilkominn er um að ræða alvar- legan, langvarandi sjúkdóm sem nær til margra líffærakerfa og mikilvægt er að greina og meðhöndla með viðeigandi hætti. Efnaskiptaaðgerðir eru mikilvæg meðferð við alvarlegri offitu en eiga ekki við sem meðferð við vægum sjúkdómi eða sem fyrirbyggjandi meðferð. Slíkar aðgerðir þarf að undirbúa vel, ráðleggja rétta aðgerð fyrir réttan einstakling á réttum tíma og reglulegt eftirlit er nauðsynlegt við þessum langvinna sjúkdómi alla ævi. Það eru eðlileg viðbrögð líkamans að vilja auka orkuforða sinn í formi fituvefs aftur eftir að efnaskipta- Magaermi áhrif aðgerðanna minnka. Þess vegna skiptir meðferð eftir aðgerð miklu máli og getur skipt sköpum um hvort árangur aðgerðanna er skammvinnur eða langvarandi. Einstaklingar sem fara í efnaskiptaaðgerð þurfa að fylgja leiðbeiningum alla ævi. Mikilvægt er að þeir kynni sér þessar leiðbeiningar vel, séu tilbúnir að fylgja þeim og leiti sér aðstoðar ef eitthvað bregður út af. # Gagnlegar greinar og vefslóðir til frekari fróðleiks: Gastrointestinal changes after bariatriv surgery. https://www.ncbi.nlm.nih. gov/pmc/articles/PMC439l395/ Practical Recommendations of the Obesity Management Task Force of the European Association for the Study of Obesity for the Post-Bariatric Sur- gery Medical Management https://www.karger.com/Article/PDF/48l825 https://throunarmidstod.is/svid-thih/naeringarsvid/eftir-efnaskiptaadgerd/ https://www.landspitali.is/library/Sameiginlegar-skrar/Gagnasafn/Sjuklingar- -og-adstandendur/Sjuklingafraedsla—Upplysingarit/Skurdlaekningasvid/ efnaskiptaadgerd_202l.pdf https://www.landspitali.is/library/Sameiginlegar-skrar/Gagnasafn/Sjuklingar- -og-adstandendur/Sjuklingafraedsla—Upplysingarit/Naering/mataraedL eftir_efnaskiptaadgerd_202l.pdf KJARNAFÆÐI Norðienska Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi SAMEYKI 18

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.