SÍBS blaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 12
Viðtal
SÍBS-blaðið
Ljósm. Aðalgeir Gestur Vignisson
Úr Mekka
meltingarlækninga
Viðtal: Páll Kristinn Pálsson
Ásgeir Theodórs er fæddur 14. júlí 1945 í Reykjavík. Hann stundaði sérnám í lyflæknisfræði, meltingarlækningum,
speglunum á meltingarvegi og síðan greiningu og meðferð illkynja sjúkdóma við Cleveland Clinic Foundation í Cleveland,
Ohio og Memorial Sloan Kettering Cancer Center, Cornell University, New York í Bandaríkjunum frá 1975-1981.
Að námi loknu starfaði Ásgeir sem yfirlæknir meltingardeildar, einnig framkvæmdastjóri lækninga og að lokum yfirlæknir
St. Jósefspítala í Hafnarfirði 1982 -2011. Hann var jafnframt umsjónarlæknir speglanadeilda Borgarspítala, síðar
Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala háskólasjúkrahúss til ársloka 2017. Á árunum 1993 og 1994 starfaði hann á
meltingarsjúkdómadeild Cleveland Clinic Foundation.
Ásgeir lauk meistaranámi í lýðheilsu og heilbrigðisstjórnun við Háskólann í Reykjavík árið 2010. Hann hefur ritað fjölda
greina, haldið fyrirlestra hér á landi og erlendis um ristilkrabbamein og skimun eftir sjúkdómnum. Ásgeir er heiðursfélagi í
CCU samtökunum (2014) og heiðursfélagi í Krabbameinsfélagi Höfuðborgarsvæðisins (2019). 12