Sjálfsbjargarfréttir - 01.01.1985, Side 2

Sjálfsbjargarfréttir - 01.01.1985, Side 2
Ágæti Sjálfsbjargarfélagi. Stjórn Sjálfsbjargar, félags fatlaóra í Reykjavik og nágrenni, óskar ykkur og fjölskyldum ykkar farsældar á nýbyrjuðu ári og þakkar samstarf og samvinnu á liðnum árum. Nú hefjum við félagsstarfið i nýstandsettu Félagsheimili og væntum þess að það verði mikið notað og að sem flestir taki þátt i starfseminni. Við byrjum 1. febrúar n.k. með „Opnu húsi" i Félagsheimilinu og það verður Æskulýðsnefndin sem sér um dagskrána. Félagsfundur verður svo 16. febrúar n.k. og verður fjallað um efnið: Húsnæðismál. Þetta málefni snertir alla. Að búa i tryggu húsnæði er eitt af frumskilyrðum þess að geta lifað eðlilegu lifi. Aó eignast eigió ibúóarhúsnæói, er ekki öllum kleift. Sá aðstöðumunur hjá þeim, sem geta unnið sjálfir við byggingu eigin húsnæðis og hinna sem ekki geta það, er mikill og reyndar vióurkenndur af öllum. En hefur „Kerfið" tekið nægjanlega tillit til þess? Fulltrúar frá Húsnæðismálastjórn, stjórn Verkamannabústaða, Húsnæðissamvinnufélaginu Búseti og Byggingasamvinnufélagi Ungs fólks i Reykjavik (Byggung), fjalla um húsnæðismál með tilliti til fatlaðra. Einnig mætir á fundinn fulltrúi frá Bygginganefnd Reykjavikurborgar ogfjallar um árangur af framkvæmd þess, aó sérstaklega skuli tekið tillit til aðgengis vió hönnun bygginga. Fyrirspurnir og umræður verða að loknum framsöguræðum. „Opið hús'' veröur svo aftur á dagskrá 1. mars og þá láta konur i Basarnefndinni ljós sitt skina og sjá um dagskrána. Árshátið félagsins verður 15. mars og eru allir félagar hvattir til þess aó mæta. Aðalfundur félagsins verður 30. mars n.k. og væntum við þess aö sjá sem flesta félaga og styrktarfélaga. Siðasta „Opna húsið" veróur svo 26. april n.k. og mun þá stjórn félagsins sjá um dagskrána. Með þessari tilhögun, aó skiptast á að sjá um „Opið hús", væntum við þess að þetta verði skeramtileg kvöld og vonum að félagar fjölmenni. Nokkur námskeið eru fyrirhuguð og eru prjóna- föndur og félagsmálanámskeið þegar ákveðin. Námskeiðin eru kynnt sérstaklega á öðrum stað i Fréttabréfinu. Ég minni á skrifstofu félagsins. Þangað geta félagar og aðstandendur þeirra leitað og fengió upplýsingar og aðstoð i hinum ýmsu málum, er varða fatláða. Einnig minni ég sérstaklega á eyðublöð varðandi atvinnu- mál fatlaðra sem er á baksiðu fréttabréfsins. Sjálfsbjargarfélagar. Takió þátt i starfi félagsins.

x

Sjálfsbjargarfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjargarfréttir
https://timarit.is/publication/1896

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.