Sjálfsbjargarfréttir - 01.11.2004, Síða 3
Formannspistill:
Takk kæru
félagsmenn
Grétar Pétur Geirsson,
formaður Sjálfsbjargar, félags fatlaðs
fólks á höfuðborgarsvœðinu, skrifar.
„Það er nefnd á vegum félagsins sem er að vinna að
hugmyndum um nýjungar í starfinu og hvet ég fé-
lagsmenn ef þeir eru með einhverjar hugmyndir að
koma þeim á framfæri við skrifstofuna eða senda net-
póst á gretarp@sjalfsbjorg.is"
Nú er félagsstarfið að fara
aftur á fullt hjá okkur eftir
sumarleyfi og vona ég að
þið hafið haft það gott í sumar, sem
var einstakt veðurfarslega séð.
Þeir sem hafa komið í Krika við
Elliðavatn í sumar hafa getað notið
veðurblíðunnar og umhverfisins á
þessum fallega stað. Þetta er annað
sumarið í röð sem Kristín R. Magn-
úsdóttir hefur gert okkur kleift að
hafa Krika opinn fyrir félagsmenn.
Einnig höfum við notið dyggrar að-
stoðar Guðbjargar Höllu, Hönnu
Margrétar og Jónu Marvins ásamt
fleirum. Félagið færir þeim bestu
þakkir fyrir þeirra störf.
Krikahátíð
Krikahátíðin var haldin um verslun-
armannahelgina. Milli 50 til 60
manns mættu sem verður að teljast
nokkuð gott. A laugardeginum var
grillað og sáu bræðurnir Örn og
Hannes Sigurðssynir um að grilla
ofan í fólkið með aðstoð Tryggva
Garðarssonar og tókst það mjög vel.
Síðan var tekið lagið við gítarundir-
leik.
A sunnudeginum var boðið upp á
kakó og vöfflur. Þess má geta að í
sumar hafa 760 manns skráð sig í
dagbókina í Krika sem er frábært og
sýnir þörfina á því að hafa húsið
opið yfir sumartímann.
Vetrarstarfið
Vetrarstarfið verður með svipuðum
hætti í vetur. Þó er ein breyting, séra
Bjarni Karlsson sóknarprestur í
Laugarneskirkju mun vera með
guðsþjónustu á vegum kirkjunnar
annan hvern sunnudag í félagsheim-
ili Sjálfsbjargar. Síðan verður reynt
að vera með einhverjar nýjungar
fyrir utan hefðbundna félagsstarfið.
Það er nefnd á vegum félagsins sem
er að vinna að hugmyndum um nýj-
ungar í starfinu og hvet ég félags-
menn ef þeir eru með einhverjar
hugmyndir að koma þeim á fram-
færi við skrifstofuna eða senda net-
póst á gretarp@sjalfsbjorg.is. Ég
hvet alla sem þekkja okkar félags-
starf og hafa nýtt sér það að hvetja
aðra sem þeir telja að hafi þörf fyrir
svona félagsskap til að mæta.
Þakkir
Að lokum vil ég nota tækifærið og
þakka þeim félagsmönnum sem
hafa lagt hönd á plóginn félaginu til
handa á því ári sem er senn á enda
með óeigingjörnu starfi. Sérstakar
þakkir fá Sigurður Pálsson, Tryggvi
Garðarsson, Kristín R. Magnúsdótt-
ir, Helga Jónsdóttir, Guðbjartur Har-
aldsson og Gréta Guðlaugsdóttir
fyrir mikil og vel unnin störf í þágu
félagsins.
Sjálfsbjörg
Abgengi fyrir alla
3