Sjálfsbjargarfréttir - 01.11.2004, Síða 6
-segir Guöbjörg Kristín Eiríksdóttir, félagi í Sjálfsbjörg,
sem er flutt heim eftir 11 ára dvöl erlendis.
Fjölskyldan samankomin. Guðbjörg
ásamt eiginmanni sínum, Dirk Lubker,
sem hún kynntist í Þýskalandi, og syni
þeirra Markúsi Svavari, sem er átta
ára. Mynd/úr einkasafni.
Guðbjörg Kristín Eirfksdóttir var kosin í stjórn NHF, Nordisk Handikap Forbund,
á þingi Sjálfsbjargar lsf. s.l. vor. Þar mun málakunnátta hennar eflaust koma að
góðum notum, en hún talar alls fimm tungumál auk móðurmálsins. Guðbjörg
fékk liðagigt ung að árum og hefur verið öryrki frá 16 ára aldri. Hún hefur búið erlend-
is s.l. 11 ár, fyrst í Þýskalandi þar sem hún var við nám og síðan í Noregi. Blaðamaður
Sjálfsbjargarfrétta mælti sér mót við Guðbjörgu á heimili hennar í Hafnarfirði fyrir
skömmu til að fræðast nánar um hana sjálfa, dvöl hennar erlendis og ýmislegt fleira.
Guðbjörg, eða Didda eins og hún er
kölluð af mörgum, hefur verið félagi
í Sjálfsbjörg frá árinu 1977. Hún
fékk alvarlega sýkingu út frá háls-
kirtlunum fjögurra ára gömul og í
kjölfarið fékk hún liðverki. „Það var
ekki hægt að taka hálskirtlana strax
því ég var með svo mikið af bakterí-
um í blóðinu. Það var ekki gert fyrr
en tveimur árum síðar og þá fóru
einkennin af gigtinni. Sjúkdómur-
inn tók sig síðan aftur upp þegar ég
var 11 ára. Það var mjög erfitt tíma-
bil vegna þess að á þeim tíma bjó ég
með foreldrum mínum og tveimur
systrum í Lúxemborg, þar sem ég er
hálfpartinn alinn upp. Ég var send
til íslands á spítala, vegna þess að
þeir gátu ekkert hjálpað mér í Lúx-
emborg. Jón Þorsteinsson gigtar-
læknir, sem nú er reyndar hættur
störfum, var minn bjargvættur, ef
svo má segja Hann kom mér í jafn-
vægi með lyfjagjöf og hvíld og ég
fór síðan aftur út. Þegar ég varð 13
ára var ég mjög veik og það var aft-
ur farið með mig heim. Fjölskyldan
mín IJutti heim til íslands árið 1972.
I dag er sjálf barnaliðagigtin ekki
mjög virk, en aðrið gigtarsjúkdómar
hafa bæst við, m.a. svonefnd Sjög-
rens heilkenni, sem valda augn- og
munnþurrki. Slíkt getur gerst þegar
fólk hefur haft gigt í áratugi, eins og
ég. Stærsta bótin sem ég hef fengið
á fötlun minni voru mjaðmaskipta-
aðgerðir sem ég fór í 1984. Gat ég
þá hætt á öllum gigtarlyfjum þangað
til fyrir sjö árum síðan, þegar þriðja
og tjórða tegundin af gigtarsjúk-
dómum bættust við. En ég er aftur
komin í þokkalegt jafnvægi með að-
stoð svokallaðra ónæmisbælandi
lytja.“
Fékk æxli við heila
Guðbjörg var þó ekki búin að fá sinn
skerf af sjúkdómum, vegna þess að
6