Sjálfsbjargarfréttir - 01.11.2004, Qupperneq 7

Sjálfsbjargarfréttir - 01.11.2004, Qupperneq 7
Guðbjörg fyrir utan heimili sitt í Hafnarfirðinum. Guðbjörg, sem er heimavinn- andi, segir það hafa verið samkomulag á milli þeirra hjóna að hún eyddi sínum kröftum í heimilið. „Mér finnst ekki taka því aðfara að vinna úti og eyða mínum kröftum íþað. Eg er misjöfn eftir dögum og þarf að passa vel upp á sjálfa mig. “ Mynd/kmh. „Ég fékk góðkynja æxli við heiladingulinn, en var ekki greind fyrr en tveimur árum síðar. Eg vissi að eitthvað væri að, en var f raun búin að sætta mig við ástandið, vegna þess að ég var löngu búin að gefast upp á að tala við lækna...." hún greindist með sjaldgæfan sjúk- dóm árið 1991. Sjúkdómurinn heitir Cushings sjúkdómur. „Ég fékk góð- kynja æxli við heiladingulinn, en var ekki greind fyrr en tveimur árum síðar. Ég vissi að eitthvað væri að, en var í raun búin að sætta mig við ástandið, vegna þess að ég var löngu búin að gefast upp á að tala við lækna. Þetta var æxli sem ruglar m.a. hormónastarfsemi líkamans. Ég vann við tölvusölu á þessum tíma og ákvað að segja upp vinn- unni. Afleiðingar af sjúkdómnum geta einmitt leitt til þess að maður missir kjark. Ég missti þó ekki það mikinn kraft að ég kláraði B.A. gráðu í þýsku með vinnunni og fór í kennsluréttindanám við Háskóla Is- lands stuttu síðar og í framhaldsnám til Þýskalands að því loknu, árið 1991. Um jólin sama ár greindist ég svo með sjúkdóminn; aftur var það Jón Þorsteinsson sem kom mér til hjálpar. Ég fór í aðgerð til Danmerk- ur þar sem æxlið var fjarlægt. Ég fór heim til Islands í hálft ár til að jafna mig, vegna þess að þetta hafði mik- il áhrif á mig. Það tók um eitt og hálft ár fyrir heiladingulinn að fara aftur í gang, þannig að ég varð að taka töflur til að viðhalda lífskröft- um. Það er svo skrítið að þegar maður hefur fengið einn krónískan sjúkdóm þá telur maður sig vera búin með sinn skerf, en svo gerist eitthvað svona eins og í mínu til- felli.“ Fann ástina í Þýskaiandi Guðbjörg fór aftur til Þýskalands haustið 1992 og hélt áfram í námi. „Ég var í magisternámi í þýsku í Bielefeld og líkaði mjög vel. Ég bjó hjá þýskri fjölskyldu og fékk vinnu sem aðstoðarmanneskja prófessors í deildinni sem ég var í.“ Guðbjörg kynntist eiginmanni sín- um, Dirk Lubker, þegar hún var við nám í Þýskalandi. „Hann hafði ný- lokið fjarnámi í viðskiptafræði þeg- ar við kynntumst. Við vorum búin að þekkjast í ár áður en við urðum par.“ Guðbjörg og Dirk giftust innan árs eftir að þau byrjuðu saman og eign- uðust soninn, Markús Svavar, árið 1996. Fjölskyldan fór í sumarfrí til Noregs árið 1998 og leist svo vel á land og þjóð að hún ákvað að flytja þangað ári síðar. „Við keyptum okk- ur hús í Gjerdrum, sem er lítið sveitafélag í hálftíma fjarlægð frá Osló. Dirk fékk vinnu sem verk- efnastjóri hjá tölvufyrirtækinu Compaq. Síðar var hann sendur til Stokkhólms að vinna fyrir Ericsson og þar bjuggum við um átta mánaða skeið.“ Guðbjörg og fjölskylda hennar bjuggu í Noregi í fjögur ár. Guð- björg vann einn vetur sem móður- málskennari, kenndi íslenskum börnum sem voru nýflutt til lands- ins. Um tíma starfaði hún einnig í hlutastarfi á bókasafni. Guðbjörg var félagi í NHF, Norges Handikap- forbund í Noregi og var virk í íþróttafélagi fatlaðra þar sem hún bjó. „Ég fór á fullt í fþróttastarfið, var mjög virk í Boccia íþróttinni og lenti meira að segja einu sinni í 3. sæti í Noregsmeistaramótinu í ein- staklingskeppni. Ég var send á dómarnámskeið og var m.a. fylkis- dórnari í tvö ár. Það er erfitt að fá yngra fólk til starfa í samtökum fatl- aðra í Noregi og þegar einhver býð- ur fram krafta sína, eins og ég gerði, er hann samstundis gripinn og settur á fullt í starfið. Auk þess starfaði ég fyrir gigtarfélagið á staðnum og tók þátt í stofnun sjállboðaliðamið- stöðvar.“ Ólík kerfi Guðbjörg segir töluverðan mun vera á kerfunum í Þýskalandi og Noregi samanborið við ísland. „Ég fór í ör- orkumat í Þýskalandi eftir að ég giftist, vegna þess að þar eru skatta- afslættir mögulegir. Þar er örorku- mat alveg óháð lífeyri. Ég var metin 90% öryrki sem var hálfgert sjokk fyrir mig, vegna þess að mér fannst 7

x

Sjálfsbjargarfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjargarfréttir
https://timarit.is/publication/1896

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.