Sjálfsbjargarfréttir - 01.11.2004, Qupperneq 9
fékk síðan vinnu hjá Actavis þar
sem hann vinnur núna. Okkur líður
mjög vel hérna og erum alsæl.“
Persónulegri þjónusta
Guðbjörg segir lítið þjóðfélag eins
og Island hafa marga góða kosti.
„Ef ég þarf á læknisþjónustu að
halda vil ég helst vera undir hand-
leiðslu íslenskra lækna. Mér finnst
þjónustan hér á landi vera svo per-
sónuleg og það er mjög jákvætt. I
Noregi og Þýskalandi fannst mér ég
bara vera eitthvað númer í kerfinu.
Maður kemst einnig fyrr að hér
heima hvað læknisþjónustu varðar.
Eitt sem ég er reyndar mjög ósátt við
er sjúkrakostnaður sjúklinga. Um
daginn átti ég t.d. að fara í aðgerð á
einkastofu og hefði hún kostað mig
um 18 þúsund krónur. Vegna heislu
minnar varð ekki hjá því kornist að
framkvæma aðgerðina á spítala og
kostaði hún mig þess vegna ekki
neitt. Mér finnst kerl'ið hafa færst
svo mikið í þessa átt og það er
slæmt. Mér þykir einnig sárt að
heyra þegar verið er að tala um sam-
drátt og niðurskurð í heilbrigðiskerf-
inu. Auðvitað þarf að hafa hemil á
kostnaðinum, en því má ekki
gleyma að Islendingar borga tiltölu-
lega mikið í sjúkratryggingar í gegn-
um skattkerfið.“
Guðbjörg er heimavinnandi. Hún
segir það hafa verið samkomulag á
milli þeirra hjóna að hún eyddi sín-
um kröftum í heimilið. „Mér finnst
ekki taka því að fara að vinna úti og
eyða mínum kröftum í það. Eg er
misjöfn eftir dögum og þarf að passa
vel upp á sjálfa mig. Eg get t.d. ekki
setið lengi við skrifborð vegna þess
að þá bólgna ég á handleggjunum.
Maðurinn minn hefur aldrei kvartað
og myndi ekki gera það. Hann tek-
ur mér eins og ég er og vissi alveg
frá upphafi að ég væri með liðagigt.
Eg einbeiti mér að heimilinu og
uppeldi sonar okkar. Síðan hef ég
mikinn áhuga á að starfa fyrir Sjálfs-
björg, sem ég á svo mikið að
þakka,“ segir Guðbjörg að lokum.
Texti: Kristrún M. Heiðberg.
Haukadalsskógur:
Aðgengilegir
skógarstígar
Hreinn Óskarsson skógarvörður sagar trjágrein við vígsluathöfnina. Svanur
Ingvarsson, formaður Sjálfsbjargar á Suðurlandi, fylgist með.
Myndir/Margrét Isaksdóttir.
að var margt um manninn
þegar skógarstígar í Hauka-
dalsskógi voru vígðir 19.
september síðastliðinn. Hér er
ekki um neina venjulega skóg-
arstíga að ræða, því þeir eru
sérhannaðir fyrir fólk í hjólastól.
Skógarstígarnir eru auk þess góð-
ur kostur fyrir foreldra og aðra
sem vilja fara með krakka í kerr-
um og barnavögnum, sem og
allra þeirra sem eiga einhverra
hluta vegna erfitt um gang.
Skógarstígurinn er 1,2 km. á
lengd og út frá honum er áningar-
staður þar sem hægt er að grilla
eða setjast að snæðingi.
Fyrir þá sem ekki vita, þá er
Haukadalsskógur rúman kíló-
metra fyrir ofan Geysi í Haukadal.
Skógarvörðurinn bauð upp á kaffi og
Sjálfsbjörg í Arnessýslu sá um að
griila. Að sjálfsögðu var svo sungið
I tilefni dagsins.
9