Sjálfsbjargarfréttir - 01.11.2004, Síða 13
athygli á sér og sínu starfi.
„Við stefnum að því að koma
aftur saman næsta sumar og gera
eitthvað fleira skemmtilegt. Að-
gengismálin eru efst á baugi hjá
okkur, sem og að bæta ímynd
hreyfihamlaðra. Við fengum
mjög góð viðbrögð við því sem
við vorum að gera og okkur var
alls staðar vel tekið. Við lögðum
áherslu á að vera jákvæð og leita
leiða í stað þess að kvarta og
kveina. A þann hátt teljum við að
náist betri árangur.“
-kmh.
ismál fatlaðra, sem er svo til tilbúin.
Við erum einmitt að fara að ræða
við sjónvarpsstöðvarnar um að þær
sýni myndina. Hún er um hálftíma
á lengd og er alfarið gerð af okkur
sjálfum. Við erurn ánægð með út-
komuna og vonurn að myndin eigi
eftir að fá góðar viðtökur.“
Hæfileikaríkur hópur
Að sögn Fannars Arnar er lögð mik-
il áhersla á að krakkarnir í Götu-
hernaðinum geri flesta hlutina sjálf-
ir. „ Götuhernaðurinn er sambland
af ungu fólki úr ýmsum áttum. Við
viljum vera skapandi og gera hlut-
ina sjálf. Við erum mörg hver búin
að vera á fjölmiðlabraut, þar sem
kvikmyndagerð, grafík, blaða-
mennska og fjöhnargt fleira er tekið
fyrir Við erum fjölbreyttur hópur,
með hæfileika á ýmsum sviðum og
þegar því er blandað saman þá er
allt hægt. Okkur finnst einmitt mjög
spennandi að geta nýtt það sem við
höfum lært og að fást við það á okk-
ar eigin forsendum.“
Ungt fólk vill hafa vai
Fannar Örn er á félagsmálabraut í
Flensborgarskólanum í Hafnarfirði.
Hann var áður á fjölmiðlabraut, sem
hann segir hafa verið mjög spenn-
andi. „Ég ákvað þó að breyta til og
fara á félagsfræðibraut til að opna
fleiri möguleika. Nám í dag er mun
opnara og fjölbreyttara en áður. Hér
áður fyrr einblíndi fólk á eitthvað
eitt svið en í dag borgar sig að hafa
fjölbreytt nám að baki. Ungt fólk í
dag ákveður ekki einn daginn hvað
það ætlar að gera það sem eftir er
ævinnar. Það vill hafa sem flesta
möguleika opna og geta valið.“
Aðspurður hvað honurn hafi þótt
mest spennandi við sumarstarfið,
-segir Fannar Örn það hafa verið
hönnun auglýsinga og plakata sem
Götuhemaðurinn notaði til að vekja
„Við erum fjölbreyttur hópur, með hæfileika á
ýmsum sviðum og þegar því er blandað saman
þá er allt hægt/'
Krakkarnir stóðu m.a. fyrir knattspyrnuleik þar sem þeir léku gegn Stjörnuliði KSI,
sem skipað var þekktum núverandi og fyrrverandi knattspyrnumönnum.
Stjörnuliðið notaðist við ýmis hjálpartœki, s.s. hjólastóla og hœkjur. Leikurinn fór
á þann veg að Stjörnuliðið steinlá fyrir Götuhernaðinum, 1-9.
„Við lögðum áherslu á að vera jákvæð og leita leiöa í
stað þess að kvarta og kveina. Á þann hátt teljum við að
náist betri árangur."
Krakkarnir gerðu m.a. heimildarmynd um
aðgengismál fatlaðra. Peir œtla að rœða
við sjónvarpsstöðvarnar um sýningar á
myndinni.
13