Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 13.12.2018, Síða 1

Bæjarblaðið Jökull - 13.12.2018, Síða 1
Jólaútvarp GSNB fór í loftið í þriðja skiptið á mánu dags­ morgun inn og stóð yfir í fjóra daga. Var þetta í þriðja skiptið sem jóla útvarpið var hjá skól anum. Eins og áður sendu allir bekkir út bekkjarþætti ásamt því að nemendur af unglingastigi gerðu þætti um sín áhugamál svo sem tónlistarmenn eða spiluðu uppá­ haldstónlistina sína. Í tilefni af fullveldisafmælinu voru efnistök bekkjarþáttanna lituð af því og fjölluðu í þáttunum um „sína áratugi“ og spiluðu einnig líka tónlist frá þeim tíma. Það var Theódóra Frið björns­ dóttir kennari sem hélt utan um jóla útvarpið að þessu sinni en hún hefur verið með fjölmiðlaval á unglinga stigi í haust. Stóð undir búningur fyrir útvarpið frá því í nóvember í mjög góðu sam­ starfi við nemendaráð skólans sem hélt utan um auglýsingarnar. Var krökkunum skipt upp í þrjú upptökuteymi og auglýsingagerð. Krakkarnir sem sáu um aug­ lýsingar voru í sambandi við fyrirtæki og sáu svo um að semja og lesa texta auglýsinganna. Gekk öll undirbúningsvinna mjög vel og gekk teymunum vel að skipta með sér verkum. Einnig tókust upptökur á þáttunum mjög vel undir styrkri handleiðslu Þrastar Kristóferssonar tölvu umsjónar­ manns ásamt því að hann aðstoðaði teymin í útsendingu við það sem þurfti. Útvarpsstjóri að þessu sinni var Jason Jens Illugason, nemandi í 10. bekk og formaður nemenda­ ráðs. Stóð hann sig sérlega vel ásamt öllum öðrum sem komu að útvarpinu. Eiga þau að vera mjög stolt af vinnu sinni við þetta verkefni enda heppanðist útvarpið mjög vel. Dagskráin var mjög fjölbreytt og ekki voru eingöngu bekkjarþættir og þættir nemenda á unglingastigi á dagskránni. Segja má að allt samfélagið hafi tekið þátt í útvarpinu því fluttir voru þættir frá leikskólunum, Smiðjunni, Skólakór Snæfellsbæjar svo og Jakob Þorsteinssyni fyrrverandi nemanda skólans. Þess má einnig geta að í útvarpsþáttunum voru tekin viðtöl við nokkra bæjarbúa og voru þau mjög áhugaverð og skemmtileg. Grunnskóli Snæfellsbæjar má vera mjög stoltur af þessu frábæra verkefni sem jólaútvarpið er, greinilegt er að mikil vinna liggur að baki útvarpssendingunum og hafa allir lagt sig fram um að gera það sem best úr garði. þa 857. tbl - 18. árg. 13. desember 2018 Nemendur senda út jólaútvarp - Bílaviðgerðir - Skipaþjónusta - Almenn suðuvinna - Smurþjónusta - Smábátaþjónusta - Dekkjaverkstæði vegr@vegr.is vegr.is S: 849-7276 Remek og 898-5463 Þórður Útgáfa Jökuls á næstunni Jólablað Jökuls kemur út mmtudaginn 20. desember og eru skil á efni og auglýsingum fyrir kl. 16 föstudaginn 14. desember. Jökull kemur ekki út á milli jóla og nýárs. Fyrsta blað á nýju ári kemur út mmtudaginn 10. janúar

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.