Bæjarblaðið Jökull - 13.12.2018, Page 6
S: 438-6933 - kbbilav@simnet.is - Sólvellir 5 - Grundarörður
Opnunartími 8-12 og 13-17 - Verið velkomin
• Almennar bílaviðgerðir
• Smurþjónusta
• Dekkjaskipti og viðgerðir
• Rúðuskipti
• Stjörnu viðgerðir á framrúðu
• Tölvulestur
Aðventuhátíðin í Ingjalds hóls
kirkju var haldin síðasta sunnu
dag sem var annar sunnu dagur
í aðventu. Kirkjukór Ingjalds
hólskirkju stóð fyrir hátíðinni
að venju en hefð er fyrir því að
kórinn sjái um hana. Þorbjörg
Alexanders dóttir bauð gesti vel
komna og kynnti dagskránna sem
hófst á því að kirkjukórinn söng
lagði Klukkur um jól. Gunnar
Bent Arason kveikti á kertunum
tveimur á aðventukransinum á
meðan sungin voru tvö fyrstu
erindin í Kveikjum einu kerti
á. Hrafnhildur Óskarsdóttir
flutti ljúfa hugvekju og þær
Kristín Sigurbjörg Karlsdóttir og
Margrét Þorláksdóttir fluttu ljóð.
Kvenna hópur kirkjukórsins söng
einnig tvö lög og Karlahópur
kirkju kórsins einnig. Arnheiður
Matthías dóttir las jólasögu með
fallegum boðskap, Sr Óskar Ingi
Óskars son sóknarprestur flutti
guð spjall og bæn. Kirkjukórinn
söng nokkur falleg jólalög og
hátíðinni lauk með samsöng.
Að henni lokinni bauð kórinn
gestum niður í súkkulaði og
smákökur. Var stundin í kirkjunni
mjög ljúf og falleg og þeir gestir
sem á hana mættu fóru með
jólatemningu í hjarta út í kalt en
fallegt kvöldið að henni lokinni.
þa
Aðventu fagnað
á Ingjaldshóli
Nú þegar styttist í jólin eru
einhverjir bátar komnir í jólafrí
og styttist líklega hjá flestum.
Dagana 3. til 9. desember komu
alls 767 tonn á land í höfnum
Snæfellsbæjar í 76 löndunum.
348 tonn í 29 löndunum í Rifs
höfn, 333 tonn í 36 í löndunum
í Ólafsvíkurhöfn og 86 tonn í 11
löndunum á Arnarstapa.
Stóru línubátarnir lönduðu
allir núna heima við og landaði
Tjaldur SH 99 tonnum í 1, Rifsnes
SH 55 tonnum í 1, Örvar SH 46
tonnum í 1 og Hamar SH 31 tonni
í 1 löndun.
Hjá litlu línubátunum landaði
Tryggvi Eðvarðs SH 52 tonnum í
5, Stakkhamar SH 40 tonnum í 5,
Særif SH 39 tonnum í 4, Brynja SH
25 tonnum í 4, Lilja SH 25 tonnum
í 4, Kvika SH 24 tonnum í 5, Álfur
SH 17 tonnum í 3, Sverrir SH 13
tonnum í 3, Kári SH 12 tonnum í 4,
Rán SH 11 tonnum í 3 og Ingibjörg
SH 6 tonnum í 2 löndunum.
Hjá dragnótabátunum landaði
Magnús SH 53 tonnum í 4,
Ólafur Bjarnson SH 48 tonnum
í 4, Guðmundur Jensson SH
40 tonnum í 2, Matthías SH 29
tonnum í 4, Gunnar Bjarnason SH
28 tonnum í 3, Saxhamar SH 28
tonnum í 2, Egill SH 25 tonnum
í 3, Sveinbjörn Jakobsson SH 20
tonnum í 4 og Esjar SH 10 tonnum
í 3 lönd unum.
Bárður SH er á netum og
landaði 1 tonni í 1 löndun.
þa
Aflabrögð
Veittir verða atvinnuþróunar og nýsköpunarstyrkir,
menningarstyrkir ásamt stofn- og rekstrarstyrkjum
til menningarverkefna.
Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi,
er að nna reglur og viðmið varðandi styrkveitingar.
Umsóknarformið er á ssv.is og notast er við
Íslykil til innskráningar.
http://ssv.is/uppbyggingarsjodur-vesturlands/
Nánari upplýsingar í síma 433-2310 eða senda
fyrirspurnir á netfang: uppbyggingarsjodur@ssv.is
Frestur til að skila inn umsóknum
rennur út á miðnætti 20. janúar 2019.
AUGLÝST EFTIR UMSÓKNUM Í
UPPBYGGINGARSJÓÐ VESTURLANDS
SAMTÖK SVEITARFÉLAGA
Á VESTURLANDI