Bæjarblaðið Jökull - 31.01.2019, Side 4
arionbanki.is
Fyrsta og þriðja miðvikudag hvers mánaðar
Arion banki mun bjóða viðskiptavinum að hitta þjónusturáðgjafa á skrifstofu
Grundarfjarðarbæjar fyrsta og þriðja miðvikudag hvers mánaðar.
Á milli kl. 13 og 15 mun þjónusturáðgjafi aðstoða viðskiptavini bankans með almenna
bankaþjónustu, fyrir utan afgreiðslu á seðlum eða mynt. Ráðgjafinn kynnir og aðstoðar
með notkun á stafrænum þjónustulausnum bankans; netbanka, greiðslumat,
útgjaldadreifingu, Arion appið, virkjun rafrænna skilríkja o.fl.
Á milli kl. 15 og 16 verður ráðgjafi við hraðbanka Arion banka og aðstoðar við innlögn
á reiðufé, úttekt á reiðufé, millifærslu og greiðslu reikninga, einnig reikninga þriðja aðila.
Við bjóðum viðskiptavini Arion banka í Grundarfirði hjartanlega velkomna með von
um góðar viðtökur!
Bestu kveðjur,
Starfsfólk Arion banka á Vesturlandi
Viðvera þjónusturáðgjafa
Arion banka í Grundarfirði
Arion dagar
– vor 2019
6. febrúar
20. febrúar
6. mars
20. mars
3. apríl
17. apríl
8. maí
22. maí
kirkjanokkar.is
Bænadagur að vetri
Messa verður í Ingjaldshólskirkju á sunnudag kl. 14.
Altarisganga.
Að fornu fari verður sérstaklega
beðið fyrir sjómönnum og farsælli vertíð.
Grunnskóli Snæfellsbæjar auglýsir eftir skólaliða í 90% starf á
starfstöðina í Ólafsvík. Vinnutíminn er frá kl 7:45 – 15:00.
Starfsvið skólaliða
• Annast frímínútnagæslu, aðstoðar, undirbýr og gengur frá
eftir matar- og neyslutíma
• Annast ræstingar, frágang og þrif
• Ýmis önnur verkefni sem til falla hverju sinni
Menntun, reynsla og hæfni:
• Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
• Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
• Góð kunnátta í íslensku er skilyrði
Borgað er samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga
og Samflots bæjarstarfsmannafélags. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til
að sækja um starfið.
Umsóknarfrestur er til 8. febrúar, umsóknareyðublað er á heimasíðu
Snæfellsbæjar:
https://snb.is/wp-content/uploads/2013/12/Atvinnuums%C3%B3kn.pdf
Upplýsingar veitir Hilmar Már Arason, skólastjóri, í síma 894 9903 og
umsóknir skal senda til skólastjóra hilmara@gsnb.is.
Laus staða við
Grunnskóla Snæfellsbæjar
Íþróttafólk úr Snæfellsbæ
lætur að sér kveða á mörgum
stöðum í ýmsum íþróttum
þessa dagana. Um síðustu
helgi tók Marteinn Gíslason
sem fæddur er í Ólafsvík þátt í
Reykjavík International Games
í rafíþróttum. Þar keppti hann
ásamt liði sínu í tölvuleiknum
League of Legends. Gerðu þeir
sér lítið fyrir og unnu mótið
en sigur á mótinu færði þeim
þátttökurétt á Evrópumótinu
Dreamhack sem fram fer í
febrúar þar sem spilað verður
á sviði. Óskum við Marteini og
liðsfélögum hans innilega til
hamingju með þennan flotta
árangur en með Marteini á
myndinni eru liðsfélagar hans.
Frá vinstri: Mikael Dagur,
Marteinn, Aron Gabríel, Nikola
Remic, Thomas Samúel og Arnar
Snæland. þa
Enginn bátur landaði á
Arnarstapa dagana 22. til 28.
janúar en alls komu 1.078 tonn á
land í Snæfellsbæ í 130 löndunum.
Í Rifshöfn var landað 581 tonnum
í 49 löndunum og 497 tonnum í
81 löndun í Ólafsvíkurhöfn.
Hjá dragnótabátum landaði
Rifsari SH 34 tonnum í 5, Egill SH 33
tonnum í 4, Guðmundur Jensson
SH 28 tonnum í 4, Matthías SH 24
tonnum í 4, Sveinbjörn Jakobsson
SH 16 tonnum í 4, Esjar SH 12
tonnum í 4, Gunnar Bjarnason
SH 12 tonnum í 4 og Leynir SH 9
tonnum í 3 löndunum.
Vel hefur einnig veiðst hjá
línubátunum og landaði Kristinn
SH 59 tonnum í 7, Stakkhamar SH
53 tonnum í 6, Gullhólmi SH 49
tonnum í 3, Tryggvi Eðvarðs SH 42
tonnum í 5, Lilja SH 38 tonnum í 5,
Kvika SH 37 tonnum í 6, Særif SH
31 tonni í 4, Álfur SH 28 tonnum
í 4, Bíldsey SH 28 tonnum í 5,
Brynja SH 26 tonnum í 6, Signý
HU 24 tonnum í 4, Sverrir SH 20
tonnum í 4, Kári SH 19 tonnum í
5, Rán SH 11 tonnum í 3 og Þerna
SH 6 tonnum í 3 löndunum.
Stóru línubátarnir lönduðu
ýmist 1 eða 2 sinnum og landaði
Tjaldur SH 105 tonnum í 2, Örvar
SH 62 tonnum í 1, Hamar SH 56
tonnum í 2 og Rifsnes SH 41 tonni
í 1 löndun.
Fimm netabátar lönduðu þetta
tímabil og landaði Bárður SH 63
tonnum í 7, Arnar II SH 41 tonni í
7, Ólafur Bjarnason SH 29 tonnum
í 4, Saxhamar SH 23 tonnum í 3 og
Magnús SH 19 tonnum í 1 löndun.
þa
Unnu mót í
League of Legends
Aflabrögð
Skíðasvæði Snæfellsness er nú
opið og áhugafólk um skíðaíþróttir
því hvatt til að notafæra sér
aðstöðuna, opið er virka daga
kl. 15 18 en þó er settur sá
fyrirvari að opnunartími fer eftir
sjálfboðaliðum og veðri.
Allt starf á skíðasvæðinu er unnið
í sjálfboðavinnu og vilja þeir sem
standa fyrir skíðasvæðinu koma
því á framfæri að þau eru alltaf
til í að bæta við sjálfboðaliðum í
lyftuvörslu, þeir sem hafa áhuga
geta haft samband í tölvupósti ski.
snae@gmail.com.
Verð í lyftuna er 500 kr fyrir
krakka, 1000 kr fyrir fullorðna,
frítt fyrir ellilífeyrisþega.
Frítt á gönguskíðabrautina.
Til að fá fréttir af opnunartímum
og skíðafæri er best að fylgjast
samfélagsmiðlum:
facebook.com/skidadeildumfg/
instagram.com/ski.snae
Skíðasvæði Snæfellsness
er opið