Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 13.06.2019, Side 7

Bæjarblaðið Jökull - 13.06.2019, Side 7
Starf Golfklúbbs Staðarsveitar árið 2018 var með hefðbundnum hætti. Rekstur Garðavallar undir Jökli gekk vonum framar ekki síst fyrir velvilja fjölda fyrirtækja sem lögðu okkur lið með fjárstuðningi og tekjur af gestum sem stoppuðu og tóku einn hring ekki síst útlendingum sem voru fleiri en oft áður. Þar er markaður sem vert er að huga að. Tíðafarið var blautt þetta sumar og gekk á ýmsu við að halda vellinum í góðu lagi. Sami fjöldi er í klúbbnum en félagar eru um 20 talsins en virkir félagar færri. Vegna slæms tíðafars var vormótið okkar Kríumótið fellt niður. Töðugjöld voru á dagskrá eins og undanfarin ár og Tuddamótið var haldið 1. september. Þar er slegið saman keppni Golfklúbbs Staðar sveitar og Golfklúbbs Gutt­ orms tudda ásamt því að haldið er opið puntamót. Þetta mót var líka meistaramótið okkar félaga í GST. Um kvöldið var síðan haldin hátíðarkvöldverður í boði klúbbs­ ins og veitt verðlaun sem voru afurðir úr sveitinni gefið af heima­ mönnum. Þá voru einnig krýndir meistarar klúbbsins en þetta árið var klúbbmeistari krýndur Hjörleifur Þór Jakobsson án for­ gjafar og Þórður Svavarsson varð klúbbmeistari með forgjöf. Hlutu þeir veglega bikara til geymslu eitt ár og fá nöfn sín grafinn á þá. Þetta ár varð klúbburinn 20 ára og var því kvöldverðurinn haldinn með veglegri dagskrá ræðu höldum og einnig söng karla kórinn Heiðbjört fyrir gesti og heima menn. Til stóð að halda sameiginlegt mót allra golfklúbbana á nesinu þar sem spilað væri níu holur á hverjum velli alls 36 holur á tveim dögum. Enginn áhugi hinna golfklúbbanna á nesinu er á þessu móti þannig að það var fellt niður. Sjáum til með þetta mót árið 2019. Haldið var áfram að laga völlinn eins og fjármagn leyfði. Tveir starfsmenn voru við störf á vellinum megnið af sumarinu. Einnig er unnið að því að bæta grín vallarsins með fræsingum og sáningum og baráttan við mosan mun verða aðalverk næstu ára. Þá er átak í gangi til að fá fleiri heimamenn til liðs við klúbbin með kennslu í golfi og nýtir klúbburinn sér Snag golfbúðnað til þess meðal annars. Er það von okkar að það verði einhver fjölgun í klúbbnum á næstu árum. En hvað sem fjármálum og ytri aðstæðum líður á komandi ári stefnir Golfklúbbur Staðarsveitar ótrauður á gera félagsmönnum sínum til hæfis og að bæta völlin sinn þannig að það verði eftirsóknarvert að koma og spila hann. Haukur Þórðarson formaður Allar upplýsingar fengnar úr ársskýrslu HSH Kynning á Golfklúbbi Staðarsveitar Dagana 3 til 9. júní komu alls 243 tonn á land í höfnum Snæ­ fellsbæjar í 115 löndunum. Þar af var landað 130 tonnum í 33 löndunum í Rifshöfn, 87 tonnum í 45 löndunum í Ólafsvíkurhöfn og 26 tonnum í 37 löndunum á Arnarstapa. Einungis þrír dragnótabátar lönduðu þessa daga Ólafur Bjarna son SH 26 tonnum í 3, Sax hamar SH 24 tonnum í 3 og Egill SH 14 tonnum í 2 lönd­ unum. Tveir bátar hafa verið á grá­ sleppu netum Signý HU landaði 5 tonn um í 2 og Glaður SH 1 tonni í 1 löndun. Tveir stórir línubátar lönduðu þessa daga Örvar SH 28 tonnum í 1 og Rifsnes SH 17 tonnum í 1 löndun. Hjá litlu línubátunum landaði Stakkhamar SH 23 tonnum í 3, Særif SH 15 tonnum í 2, Lilja SH 13 tonnum í 3, Brynja SH 9 tonn­ um í 3, Rán SH 8 tonnum í 3 og Sverrir SH 2 tonnum í 1 löndun. 50 handfærabátar lönduðu þessa daga í Snæfellsbæ 24 bátar lönduðu 23 tonnum í 29 löndunum í Ólafsvíkurhöfn. Á Arnarstapa lönduðu 15 bátar 26 tonnum í 37 löndunum og 16 bátar 11 tonnum í 20 löndunum í Rifshöfn. þa Aflabrögð

x

Bæjarblaðið Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.