Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 16.04.2020, Blaðsíða 2

Bæjarblaðið Jökull - 16.04.2020, Blaðsíða 2
Umhverfisstofnun og Snæ­ fells bær hafa tilkynnt áform sín um stækkun Þjóðgarðs Snæ fells­ jökuls. Eftir stækkunina verður garðurinn 182 ferkílómetrar að stærð. Um er að ræða svæði sem liggur norðan megin við jökulhettuna og austan við núverandi mörk þjóðgarðsins, frá jökli að Búrfelli og norður fyrir Dýjadalsvatn. Um er að ræða 9% stækkun. Viðbótin mun skapa enn fleiri möguleika til útivistar en um ákaflega fallegt svæði er að ræða. Þjóðgarðurinn var stofnaður árið 2001 í þeim tilgangi að vernda sérstæða náttúru svæðisins sem og sögurlegar minjar. Felur það meðal annars í sér að náttúra þjóðgarðsins fær að þróast eftir eigin lögmálum á sama tíma og almenningi gefst kostur á að njóta þess sem svæðið hefur upp á að bjóða. Skástrikaða svæðið á myndinni hér til hliðar sýnir stækkun þjóð­ garðsins. Öllum inngöngum á St. Fran­ ciskus spítala í Stykkishólmi hefur verið læst. Er það gert til að reyna að hindra Covid19 smit á spítal­ anum. Áfram er þó þónokkur starfsemi í gangi innan veggja spítalans en þeir sem þangað eiga erindi þurfa að hringja dyrabjöllu og gefa upp erindið. Þetta á við um þá sem eru að mæta í heilsugæslutíma, blóð­ prufu, sjúkraþjálfun eða ung­ barna eftirlit. Þá hafa heimsóknir á sjúkradeild spítalans verið bannaðar. Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og dreift á hvert heimili í Snæfellsbæ, Grundarfirði, Stykkis hólmi, Helgafellssveit og Eyja­ og Mikla holts hreppi. Blaðið kemur út vikulega. Upplag: 1.500 Áb.maður: Jóhannes Ólafsson Prentun: Steinprent ehf. Sandholt 22a, Ólafsvík 355 Snæfellsbæ Netföng: jokull@steinprent.is steinprent@simnet.is Sími: 436 1617 Þjóðgarðurinn stækkaður Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um það hvernig Covid19 faraldurinn hefur slæm áhrif á fyritæki í hinum ýmsu starfsgreinum. Einn af þeim geirum sem finna mikið fyrir ástand inu er sjávarútvegurinn. Mikið er selt af íslensku sjávar­ fangi á erlenda markaði og þar sem evran hefur styrkst tölu­ vert gagnvart íslensku krón­ unni mætti ætla að það gæti haft jákvæð áhrif á íslenska sjávar­ útveginn en það er þó ekki alveg svo einfalt. Það hefur þrengt mikið að kaupendum af íslenskum sjávar­ afurðum í kjölfarið á Covid19 faraldrinum og í kjölfarið hefur verð á afurðinni lækkað. Það var ekki til að bæta úr skák að stórir fiskmarkaðir, bæði austan hafs og vestan, hafa lokað og það gerir fyrirtækjum erfitt fyrir. Staðan er sérstaklega slæm þegar kemur að sölu á ferskum fiski í Evrópu. Fyrirtæki hafa í auknum mæli þurft að bregðast við ástandinu með því að veita greiðslufrest eða jafnvel að frysta afurðir svo hægt verði að geyma þær til betri tíma. Staðan í sjávarútvegi er því bæði óviss og krefjandi en þó alls ekki vonlaus. Búast má við því að höggið sem útflutningur á sjávarafurðum hefur orðið fyrir muni hafa neikvæð til skemmri tíma en að sjávarúvegurinn muni ná sér á strik aftur þegar fram líða stundir. Staðan krefjandi í sjávarútvegi Dyrum læst á St. Franciskusspítala - Bílaviðgerðir - Skipaþjónusta - Almenn suðuvinna - Smurþjónusta - Smábátaþjónusta - Dekkjaverkstæði vegr@vegr.is vegr.is S: 849-7276 Remek og 898-5463 Þórður Ólafsvík: 198,9 tonn í 25 löndunum Dragnót: Steinunn SH 45,1 í 2 löndunum Grásleppunet: Rán SH6,5 tonn í 3 löndunum Handfæri: Glaður SH 5,1 tonn í 2 löndunum Hilmir SH 0,8 tonn í 1 löndun Lína: Brynja SH 7,5 tonn í 2 löndunum Kristinn HU 4,9 tonn í 1 löndun Signý HU 0,4 tonn í 1 löndun Sverrir SH 3,6 tonn í 2 löndunum Tryggvi Eðvarðs SH 8,5 tonn í 2 löndunum Óli G GK 18,2 tonn í 3 löndunum Landey SH 6,6 tonn í 2 löndunum Þorskfiskanet: Bárður SH 81 91,7 tonn í 4 löndunum Rif: 209,4 tonn í 17 löndunum Dragnót: Rifsari SH 31,1 tonn í 2 löndunum Handfæri: Glaður SH 3,4 tonn í 1 löndun Kári III SH 2,4 tonn í 2 löndunum Vinur SH 6,8 tonn í 3 löndunum Lína: Bíldsey SH 4,4 tonn í 1 löndun Gullhólmi SH 5,7 tonn í 1 löndun Lilja SH 7,5 tonn í 2 löndunum Rifsnes SH 32,1 tonn í 1 löndun Stakkhamar 2,2 tonn í 1 löndun Tjaldur SH 40,1 tonn í 1 löndun Þorskfiskanet: Magnús SH 73,4 tonn í 2 löndunum Arnarstapi: 13,2 tonn í 2 löndunum Lína: Óli G GK 6,5 tonn í 1 lönfun Særif SH 6,6 tonn í 1 löndun Grundarfjörður: 61,7 tonn í 1 löndun Botnvarpa: Runólfur SH 61,7 í 1 löndun Stykkishólmur: 3,2 tonn í 3 löndunum Grásleppunet: Rán SH 0,4 tonn í 1 löndun Plógur: Fjóla GK 2,8 tonn í 2 löndunum Fjóla SH 2,3 tonn í 2 löndun Sjöfn SH 2,5 tonn í 2 löndun Aflatölur 6. - 12. apríl

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.