Bæjarblaðið Jökull - 16.04.2020, Blaðsíða 4
Bæjarstjórn Stykkis hólms
bæjar samþykkti á fundi sínum
ný verið að auglýsa tillögu að
breyttu deiliskipulagi hest húsa
svæðisins við Fákaborg.
Hesthúsasvæðið við Fákaborg
er um 5 hektarar að stærð en
til lögu breyt ingarnar fela í sér
stækkun á reiðskemmunni og
á hest húsum auk tilfærslu á
óbyggðum lóðum og byggingar
reitum til að auka rými fyrir
miðju svæði, bílastæði og aðgang
að gerðum.
Með fréttinni má sjá mynd af
tillögu deiliskipulagsins
Breyta deiliskipulagi
hesthúsasvæðis
Starfsmannafélag
Dala- og Snæfellsnessýslu
Baráttan gegn Covid19 virðist
ganga nokkuð vel á Snæfellsnesi
miðað við tölur frá Lögreglunni
á Vesturlandi.
Í seinasta tölublaði Jökuls kom
fram að búið væri að staðfesta sex
smit á Snæfellsnesi. Þar af voru
fjögur smit í Stykkishólmi, eitt í
Grundarfirði og eitt í Snæfellsbæ.
Íbúar virðast hinsvegar taka
faraldrinum alvarlega og leggja
sitt af mörkum við að hindra
útbreiðslu veirunnar því tæplega
viku eftir að seinasta blað kom
út hefur smitum á Snæfellsnesi
ekki fjölgað.
Þá hefur einnig fækkað í sóttkví
en nú eru 26 í sóttkví.
Engin fjölgun smita
á Snæfellsnesi