Bæjarblaðið Jökull - 16.04.2020, Blaðsíða 1
Slökkvilið Snæfellsbæjar lætur
sitt ekki eftir liggja í baráttunni
gegn kórónafaraldrinum sem
geng ur nú yfir heimsbyggðina.
Slökkviliðið ákvað á dögunum
að kaupa boli á alla meðlimi
slökkvi liðs ins en á bolunum er
áletr unin „Ég hlýði Víði.” Slökkvi
liðið lét sér ekki nægja að kaupa
bol ina heldur var ákveðið að
styrkja Von, styrktarfélag skjól
stæð inga gjör gæsludeildar, um
100.000 kr.
Slökkvilið Snæfellsbæjar skorar
sömuleiðis á kollega sína annar
staðar á landinu að gera slíkt hið
sama.
921. tbl - 20. árg. 16. apríl 2020
Ólafsbraut 55, Ólafsvík
Sími: 436 1212
Slökkviliðið hlýðir Víði
Messuhald um nýliðna páska
helgi var með sérstöku sniði þetta
árið vegna þeirra aðstæðna sem
eru uppi um þessar mundir. Fyrir
mörgum er messuhald ómissandi
hluti af páskunum en þeir sem
kíkja í kirkju um páska urðu að
gera sér það að góðu í ár að horfa
á messu í beinni útsendingu á
netinu. Messuhaldið gekk þó ekki
alveg vandræðalaust fyrir sig hér
á Snæfellsnesi.
Auglýstir voru viðburðir á
netinu í Grundar firði, Snæ fells
bæ og í Stykkis hólmi. Í Grundar
firði voru við burðir á skír dag,
föstudaginn langa og á páska
sunnudag en í Snæ fells bæ var
lestur píslarsögu í Ingjalds hóls
kirkju á föstudaginn langa og
messa í Ólafsvíkurkirkju á laugar
dag fyrir páskadag klukkan 21.
Sömuleiðis stóð til að hafa
kirkjuviðburði í Stykkis hólms
kirkju á föstudaginn langa og á
páska dag en ekki vildi betur til en
svo að séra Gunnar Eiríkur Hauks
son, prestur í Stykkishólmi, lenti í
sóttkví og gat að þeim sökum ekki
séð um messuhald. Píslarsagan
var engu að síður lesin í kirkjunni
á föstudeginum.
Sóttkví hindraði messuhald
Útgáfa Jökuls
í næstu viku
Jökull kemur næst út miðvikudaginn 22. apríl,
skil á efni og auglýsingum
er því fyrir kl. 16 mánudaginn 20. apríl.
Jökull Bæjarblað
jokull@steinprent.is
steinprent@simnet.is
436 1617