Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 16.04.2020, Page 1

Bæjarblaðið Jökull - 16.04.2020, Page 1
Slökkvilið Snæfellsbæjar lætur sitt ekki eftir liggja í baráttunni gegn kórónafaraldrinum sem geng ur nú yfir heimsbyggðina. Slökkviliðið ákvað á dögunum að kaupa boli á alla meðlimi slökkvi liðs ins en á bolunum er áletr unin „Ég hlýði Víði.” Slökkvi­ liðið lét sér ekki nægja að kaupa bol ina heldur var ákveðið að styrkja Von, styrktarfélag skjól­ stæð inga gjör gæsludeildar, um 100.000 kr. Slökkvilið Snæfellsbæjar skorar sömuleiðis á kollega sína annar­ staðar á landinu að gera slíkt hið sama. 921. tbl - 20. árg. 16. apríl 2020 Ólafsbraut 55, Ólafsvík Sími: 436 1212 Slökkviliðið hlýðir Víði Messuhald um nýliðna páska­ helgi var með sérstöku sniði þetta árið vegna þeirra aðstæðna sem eru uppi um þessar mundir. Fyrir mörgum er messuhald ómissandi hluti af páskunum en þeir sem kíkja í kirkju um páska urðu að gera sér það að góðu í ár að horfa á messu í beinni útsendingu á netinu. Messuhaldið gekk þó ekki alveg vandræðalaust fyrir sig hér á Snæfellsnesi. Auglýstir voru viðburðir á netinu í Grundar firði, Snæ fells­ bæ og í Stykkis hólmi. Í Grundar­ firði voru við burðir á skír dag, föstudaginn langa og á páska­ sunnudag en í Snæ fells bæ var lestur píslarsögu í Ingjalds hóls­ kirkju á föstudaginn langa og messa í Ólafsvíkurkirkju á laugar­ dag fyrir páskadag klukkan 21. Sömuleiðis stóð til að hafa kirkjuviðburði í Stykkis hólms­ kirkju á föstudaginn langa og á páska dag en ekki vildi betur til en svo að séra Gunnar Eiríkur Hauks­ son, prestur í Stykkishólmi, lenti í sóttkví og gat að þeim sökum ekki séð um messuhald. Píslarsagan var engu að síður lesin í kirkjunni á föstudeginum. Sóttkví hindraði messuhald Útgáfa Jökuls í næstu viku Jökull kemur næst út miðvikudaginn 22. apríl, skil á efni og auglýsingum er því fyrir kl. 16 mánudaginn 20. apríl. Jökull Bæjarblað jokull@steinprent.is steinprent@simnet.is 436 1617

x

Bæjarblaðið Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.