Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 16.04.2020, Blaðsíða 3

Bæjarblaðið Jökull - 16.04.2020, Blaðsíða 3
Leikmenn í meistaraflokki Víkings bjuggu á dögunum til mynd band með heimaæfingum sem hægt er að stunda í samkomu og æfingabanninu. Með þessu vildu þeir aðstoða iðkendur í yngri flokkum félagsins við að halda áfram að æfa. Allt eru þetta æfingar sem hægt er að framkvæma innandyra án þess að eiga á hættu að geta brotið lampa, skrautmuni eða aðra hluti inni á heimilinu. Engar æfingar hafa verið hjá yngri flokkum hér á Íslandi síðan um miðjan mars og ljóst er að æfingar geta ekki hafist að nýju fyrr en í fyrsta lagi einhverntímann í maí. Það er því um að gera fyrir unga knattspyrnuunnendur á Snæfellsnesi að kíkja á þessar æfingar. Meðfylgjandi þessari frétt er QR kóði. Ef þú tekur mynd af kóðanum með símanum á mynda vélinni þinni opnast linkur á myndbandið sem sýnir heima­ æfingarnar. Myndin með fréttinni er tekin á æfingu liðsins í fyrra. Leikmenn gera æfingamyndband Starfsmenn þjónustu mið stöð­ var Stykkishólms hafa ný verið lokið við uppsetningu á girð ingu við Aðalgötu. Girðingin var sett upp til að auka öryggi gangandi og hjól­ andi vegfarenda en nokkur fall­ hætta var á svæðinu. Athuga­ semdir um málið bárust eftir um hverfis göngu bæjarstjóra síðast liðið sumar. Starfsmennirnir hafa þó ekki sagt skilið við girðingasmíði því nú er unnið að því að setja upp girðingu umhverfis blokkina á Skúlagötu. Öryggi aukið með girðingu Í byrjun síðustu viku gerði mikla snjókomu og safnaðist tals verður snjór á Snæfellsnesi sem varð m.a. til þess að ófært var á milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar. Þröstur Alberts­ son snjóruðningsmaður tók þesa mynd að morgni 6. apríl þegar hann var að stinga í gegnum skafl ana svo að umferð kæmist á veginn að nýju. Snjóinn tók þó fljótt upp og undan farna daga hefur þurft að fara til fjalla til að komast í almennilegan snjó. Grundarfjarðarbær mun halda ljósmyndakeppni bæjarins í ell­ efta sinn í ár. Þemað að þessu sinni er vetur í Grundarfirði. Reglur keppninnar kveða á um að myndirnar sem eru sendar inn séu teknar frá 1. desember 2019 til 1. nóvember 2020 og að þær séu teknar innan sveitafélagsins. Hver má að hámarki senda inn 5 myndir og eru allir hvattir til að taka þátt. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin. 1. sætið fær 50.000 kr, 2. sætið fær 30.000 kr og 3. sætið fær 20.000 kr. Myndum þarf að skila fyrir 1. nóvember og sendast þær á grundarfjordur@grundarfjordur. is. Meðfylgjandi má sjá sigur­ myndina frá því í fyrra en það var Oliver Degener sem tók myndina. Síðasti snjórinn? Ljósmyndakeppni haldin í 11. sinn

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.