Úrval - 01.11.1978, Qupperneq 18
16
ÚRVAL
að stjórna sínu eigin lífi sjálf, án til-
skipana frá mér.
Sannleikurinn rann upp fyrir mér:
Þótt ég kæmi aidrei framar inn á lífs-
svið þeirra, sem voru þarna niðri,
væru þau engu verr sett heldur en
þótt ég væri að vasast á meðal þeirra.
Allt í einu helltust tárin fram aftur,
en nú af annarri ástæðu. Nú komu
þau af gleði. Ég hafði gert þá miklu
og huggunarríku uppgötvun, að þótt
það sé dásamlegt að vera ómissandi
þegar það á við, er það að vera ekki
lengur ómissandi — af því manni
hefur tekist vel eða minnsta kosti
bærilega upp í fortfðinni, sem aldrei
verður endurheimt — ennþá meiri
fullnægja og veitir ennþá dýpri sigur-
tilfinningu. Þar og þá vissi ég, að nú
var rétti tíminn upp runninn til þess,
að ég hyrfi af miðju sviðinu. Ég hafði
aflað mér þeirra forréttinda að mega
afsala mér aðalhlutverkinu.
Kunnuglegt kveðjubltstur Nor-
mans barst upp á loftið. Ég náði að
þurrka mér um augun, áður en höfuð
hans kom upp um loftlúguna.
, Jæja mamma, ertu búin?” Hann
kveikti ljósið. ,,Hvað er að? Hefurðu
ekki lagt neitt til hliðar? Ætlarðu að
henda þessu öllu?”
,,Ég held að þið ættuð að ákveða
það,” heyrði ég sjálfa mig segja.
,,Þú, Merrily og Gerry.” I fyrsta sinn
fann ég notakenndina af því að vera
fyllilega og lukkulega sest í helgan
stein.
„Fannstu ekkert þess virði að varð-
veitaþað?”
„Ö, jú,” svaraði ég — og þar til
þessa dags höfum við varðveitt það —
óviðjafnanlega gjöf af geymsluloftinu
— og ég veit ekki um nokkra betri
gjöf til handa mér og börnunum
mínum. Því síðan þennan dag hef ég
veitt þeim, og þau mér, ótakmarkað
svigrúm til sjálfstæðis og einkalífs, þá
tegund frelsis, sem ein veitir virðingu
og ást möguleika til að anda, endast
og vaxa.
★
Reiði stjórnar öllu illa.
Statius
Lífið er eins og tónlist. Það verður að semja eftir eyranu, tilfinn-
ingunni og innsæinu, ekki eftir ófravíkjanlegum reglum.
Samuel Butler ■
Hvað! Engin stjarnaogþú ætlar út ásjó?
Marséra, og hefur enga músík?
Ferðast, og hefur enga bók?
Hvað? Engin ást, og þú ætlar að lifa?
Upprunalega úr frönsku.