Úrval - 01.11.1978, Page 82
80
ÚRVAL
„LÍKLEGA VAR ÞAÐ NtJ
SAMT HALASTJARNA ...”
En gáta Túngússkaatburðanna hélt
áfram að leita á hugi vísindamanna,
og núna hafa þeir tekið tvær af hundr-
að tilgátum til rækilegrar athugunar.
Fyrri tilgátan fúllyrðir, að
Túngússksprengingin hafí orðið við
það, að hreyflorka hnattarins breytist
við hvörfí sprengiorku.
Önnur tilgátan reiknar með því, að
innri orka hnattarins, efnaorka eða
kjarnorka, sé orsakavaldurinn. Fylgis-
menn þeirrar tilgátu, þeirra á meðal
hinn þekkti, sovéski jarðeðlisfræð-
ingur Alexei Solotov, telja, að fall-
horn hnattbrautar og yfirboðs jarðar
hafi verið tiltölulega lítið og hraðinn
hafí ekki verið nema 3 kílómetrar á
sekúndu.
26. febrúar, 1975, komu saman
fulltrúar eðlisfræðideild og stjarn-
fræðideilda Vísindaakademíu
S.S.S.R. í Lébédé-ráðstefnusalnum í
Moskvu. og var mannfjöldi álíka
mikill og við frumsýningu 1 Bolshoj-
leikhúsinu. Ástæðan fyrir öllum þess-
um áhuga var efni fyrirlestrarins, sem
Georgí Petrov, félagi í Akademíunni,
ætlaði að flytja: ,,Eðli Túngússklofts-
steinsins’ ’. Vísindaskáldsagnahöf-
undurinn Alexandr Kasantsev var
einnig viðstaddur. Petrov gerði grein
fyrir öllum staðreyndum, sem
vísindin þekktu varðandi , ,Túngússk-
undrin” frá sjónarmiði þenslufræði
lofttegundanna og gat sér þess til, að
„Túngússkloftsteinninn” hefði verið
samsettur úr gífurlegu magni af ryki
og snjó, u.þ.b. 100 þúsund tonn að
þygnd og sex hundruð metrar í þver-
mál, og að þéttleika ekki meira en
einn hundraðasti afþéttleika vatns.
Þessi , ,snjókerling” hafi ruðst inn í
gufuhvolf jarðar með 10 kílómetra
hraða á sekúndu, en tiltölulega lágu
fallhorni. Þegar snjóbolti þessi hafi
komið inn í hin þéttari lög gufu-
hvolfsins, hafi þau snögghemlað
hraðann, og boltinn hitnað allt að 30
til 40 þúsund gráðum. Hann hafí
þanist út við það að breytast í loftteg-
und, hraðinn afhemlast meir og
meir, og hnötturinn að lokum um-
hverfst algjörlega, er hann var stadd-
urí 10 kílómetra hæð.
Eftir að dró úrflughraða „snjókerl-
ingarinnar” niður í 300 metra á
sekúndu, rofnar jafnvægisbylgja
höfúðhlutans frá, fæðir af sér högg-
bylgju, svipaða þeim, sem koma af
hljóðfráum þotum, nema þúsund
sinnum öflugri, falli höggbylgjunnar
fylgir hrun skógarins og ummerki
hennar setja spor sín á landið um óra-
fjarlægðir. Bráðnar gastegundir ljósta
skóginn eldi og rykagnir, sem þjóta
út 1 loftið, verða að örsmáum ljós-
speglum og valda björtum nóttum á
stöðum þar sem þær ekki tíðkast að
öðm jöfnu.
Er mögulegt, að slíkir snjóboltar
séu til í himingeimnum? Já, álítur
Petrov. Árið 1965 varð sprenging yfir
Kanada svipuð þeirri í Túngússk, að
vísu margfalt, margfalt minni.
Hvernig þessháttar boltar verða til, og
hve langan tíma þeir endast, er enn