Úrval - 01.11.1978, Side 92

Úrval - 01.11.1978, Side 92
90 ÚRVAL Stundum er sagt, að æskuást sé ekkert sem endist og varir. Kannski er það rétt — kannski er það alrangt. Að minnsta kosti gat höfundur frásagnarinnar, sem hér ferá eftir, aldrei gleymt litlu stúlkunni, sem hann kynntist stutta hríð, þegar hann varsjálfurá ungum aldrí. ATT best að segja var ég- ekkert hrifinn af því, að ungar stúlkur kæmu fram á sjónarsviðið; ég fyrirleit stelpur. Þær voru * * * * ***** svoddan aumingjar. Það er ekki hægt að fara í kapphlaup við þær né stökk- keppni; sér til afþreyingar höfðu þær aðeins asnalega smáleiki, þar sem hraði, afl eða fimi skiptu ekki máli. Að því ég best fékk séð var gersam- lega tilgangslaust að reyna að tala við stelpur. Ég hafði ekki hugmynd um, hvað hægt væri að gera að umræðuefni við þær. Þar að auki fannst mér fáránlegt hvernig þær léku sér að því að sýna heimsku sína, eða stríddu manni, urðu kannski allt í einu heyrnarlausar, ekki síst vegna — Guido Nobili (1850—1916) var lögfræðingur 1 Flórens á Itallu, en stundaði ekki rithöfundarstörf. Þó lét hann eftir sig skáldsögu og mikið af stuttum smámyndum I orðum, flestar þeirra sjálfsævisögubrot. Úrval af þessum smámyndum Nobilis var gefið út löngu eftir andlát hans, eða ekki fyrr en 1942, og saga sú, sem hér birtist, hefur farið víða enda vinsældir hennar auðskildar. þess, að í samskiptum við þær var ekki hægt að bjarga sér með áflogum, eins og þegar strákar áttu í hlut. En framar öllu var það, sem gerði félags- skap þeirra mér svo leiðan, að mér fannst þær allar upp til hópa gefnar fyrir fals og lýgi. Ef ég hefði látið hjartað ráða, og ef uppeldi mitt hefði ekki aftrað mér, hefði ég með ánægju snúið þessi brúðukvikindi þeirra úr hálsliðunum, þeytt þeim í kringum mig og brytjað þær í spað. Brúður verkuðu á mig eins og rauð dula á naut; og öll þau viðkvæmnis- legu orð, sem góðar, litlar stúlkur ausa yfir steindauða brúðuhausa voru meiri hálvitaháttur en ég gat botnað í. Eða þá þegar þær æptu og skræktu út af einni, ómerkilegri engissprettu! Féllu í öngvit út af froski! Ja, þessar stelpur! En nú höfðu þær þrengt sér inn í tilveru okkar og fyrir kurteisis sakir varð ég að umbera þær. Við vorum æði mörg, sem áttum heima við Torgið eða nærri því. Þeir, sem staðfastlegast léku sér á Torginu kynntust eins og af sjálfu sér, óform- lega, lögðu grundvöllinn að vináttu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.