Úrval - 01.11.1978, Page 92
90
ÚRVAL
Stundum er sagt, að æskuást sé ekkert sem endist og
varir. Kannski er það rétt — kannski er það alrangt. Að
minnsta kosti gat höfundur frásagnarinnar, sem hér ferá
eftir, aldrei gleymt litlu stúlkunni, sem hann kynntist
stutta hríð, þegar hann varsjálfurá ungum aldrí.
ATT best að segja var ég-
ekkert hrifinn af því, að
ungar stúlkur kæmu
fram á sjónarsviðið; ég
fyrirleit stelpur. Þær voru
*
*
*
*
*****
svoddan aumingjar. Það er ekki hægt
að fara í kapphlaup við þær né stökk-
keppni; sér til afþreyingar höfðu þær
aðeins asnalega smáleiki, þar sem
hraði, afl eða fimi skiptu ekki máli.
Að því ég best fékk séð var gersam-
lega tilgangslaust að reyna að tala við
stelpur. Ég hafði ekki hugmynd um,
hvað hægt væri að gera að
umræðuefni við þær. Þar að auki
fannst mér fáránlegt hvernig þær léku
sér að því að sýna heimsku sína, eða
stríddu manni, urðu kannski allt í
einu heyrnarlausar, ekki síst vegna
— Guido Nobili (1850—1916) var
lögfræðingur 1 Flórens á Itallu, en stundaði
ekki rithöfundarstörf. Þó lét hann eftir sig
skáldsögu og mikið af stuttum smámyndum I
orðum, flestar þeirra sjálfsævisögubrot. Úrval
af þessum smámyndum Nobilis var gefið út
löngu eftir andlát hans, eða ekki fyrr en 1942,
og saga sú, sem hér birtist, hefur farið víða
enda vinsældir hennar auðskildar.
þess, að í samskiptum við þær var
ekki hægt að bjarga sér með áflogum,
eins og þegar strákar áttu í hlut. En
framar öllu var það, sem gerði félags-
skap þeirra mér svo leiðan, að mér
fannst þær allar upp til hópa gefnar
fyrir fals og lýgi. Ef ég hefði látið
hjartað ráða, og ef uppeldi mitt
hefði ekki aftrað mér, hefði ég með
ánægju snúið þessi brúðukvikindi
þeirra úr hálsliðunum, þeytt þeim í
kringum mig og brytjað þær í spað.
Brúður verkuðu á mig eins og rauð
dula á naut; og öll þau viðkvæmnis-
legu orð, sem góðar, litlar stúlkur
ausa yfir steindauða brúðuhausa voru
meiri hálvitaháttur en ég gat botnað
í. Eða þá þegar þær æptu og skræktu
út af einni, ómerkilegri engissprettu!
Féllu í öngvit út af froski! Ja, þessar
stelpur! En nú höfðu þær þrengt sér
inn í tilveru okkar og fyrir kurteisis
sakir varð ég að umbera þær.
Við vorum æði mörg, sem áttum
heima við Torgið eða nærri því. Þeir,
sem staðfastlegast léku sér á Torginu
kynntust eins og af sjálfu sér, óform-
lega, lögðu grundvöllinn að vináttu