Úrval - 01.11.1978, Side 93
LJÚFSÁR MINNING
sem enst hefur árin út. Eftir fyrstu tíu
mínúturnar var hver og einn
ávarpaður eins og gamall kunningi og
enginn hreyfði mótmælum. Lesand-
inn verður að fyrirgefa mér, ef ég hef
dvalið lengur en skyldi við þennan
inngang, sem ef til vill sýnist utan-
gátta. En það er nauðsynlegt að vita
það, sem hér er að framan sagt, því
brátt kemur sólin upp.
,,Hvað? Kemur sólin upp?” spyr
sjálfsagt einhver. ,,Hvað kemur sólin
þessu við?”
Ég vil biðja þann að hafa þolin-
mæði, því nú kemur sagan:
Þegar við komum á Torgið
reyndum við að hafa með okkur
einhvers konar leikföng eða þrautir,
sem kynnu að vekja áhuga eða kátínu
félaganna, gestaþrautir til dæmis, þið
vitið, eins og tvo samanhnýtta nagla,
sem hægt er að losa sundur án þess að
beygja þá frekar ef maður kann réttu
tökin og er þolinmóður. Einhver —
ég man ekki lengur hver það var —
safnaði okkur saman til að sýna okkur,
rauðan eld, sem hann hafði fundið
upp. Hann hafði einhvern veginn
malað múrstein og vafið blaði um
duftið; síðan kveikti hann í öllu
saman og tilkynnti að eldurinn yrði
múrsteinsrauður. Hamingjan má vita
hvaða vonbrigðum enn verri
aumingja strákurinn hefur orðið fyrir
f lífinu.
Kvöld eitt kom einn strákanna með
nokkra faraósnáka, sem hann lagði á
bekk og kveikti í. Þið vitið hvers
91
konar eldfæri þetta eru, litlir, svartir
bútar, sem lengjast og engjast og
minna á lifandi orm, þegar eldur
hefur verið borinn að þeim. Ég hafði
aldrei séð neitt þessu líkt, og þrátt
fyrir hinar nýju frjálslyndishug-
myndir votu skoteldar, byssupúður
eða hvað annað, sem hefði getað
skaðað mig, algerlega forboðnir
hlutir heima.
Milli þess sem kveikt var í snákum,
benti einn vina minna á stúlkubarn á
aldur við mig, sem var að skottast
þarna í kring, og sagði: ,,Sjáðu
stelpuna þarna. Hana langar líka að
sjá. Hún erægilegasæt.”
Þessi athugasemd ,,hún er ægilega
sæt” hleypti í mig illu blóði í garð
vinar míns, því ég fann enga hvöt hjá
mér til geðbrigða yfir fegurð eða ljót-
leik í mannlegu sköpulagi. Mér
fannst fegurð og gæska vera hið sama,
hið ljóta var þá illt að sama skapi, og
þessi stúlka þótti mér sem jarðborin
gyðja, því í mínum augum var hún
líkust engilsmynd. Það var eitthvað
við hana, sem minnti mig óljóst á allt
í senn: Jesús, heilaga guðsmóður,
Paradís, blómakrans, sólarupprás,
ljúfan ilm, regnboga, og mér
gramdist að hópurinn umhverfis
bekkinn skyldi vera svo þéttur að hún
gæti ekki séð. Svo ég sagði við vin
minn: „Farðu og sæktu hana. Við
skulum rýma til fyrir henni. Hún
hlýtur að vera vel upp alin, hún er svo
vel klædd.”
,,Far þú. Ég ætla að sjá næsta
snák,” svaraði hann sérgæðingslega.