Úrval - 01.11.1978, Blaðsíða 93

Úrval - 01.11.1978, Blaðsíða 93
LJÚFSÁR MINNING sem enst hefur árin út. Eftir fyrstu tíu mínúturnar var hver og einn ávarpaður eins og gamall kunningi og enginn hreyfði mótmælum. Lesand- inn verður að fyrirgefa mér, ef ég hef dvalið lengur en skyldi við þennan inngang, sem ef til vill sýnist utan- gátta. En það er nauðsynlegt að vita það, sem hér er að framan sagt, því brátt kemur sólin upp. ,,Hvað? Kemur sólin upp?” spyr sjálfsagt einhver. ,,Hvað kemur sólin þessu við?” Ég vil biðja þann að hafa þolin- mæði, því nú kemur sagan: Þegar við komum á Torgið reyndum við að hafa með okkur einhvers konar leikföng eða þrautir, sem kynnu að vekja áhuga eða kátínu félaganna, gestaþrautir til dæmis, þið vitið, eins og tvo samanhnýtta nagla, sem hægt er að losa sundur án þess að beygja þá frekar ef maður kann réttu tökin og er þolinmóður. Einhver — ég man ekki lengur hver það var — safnaði okkur saman til að sýna okkur, rauðan eld, sem hann hafði fundið upp. Hann hafði einhvern veginn malað múrstein og vafið blaði um duftið; síðan kveikti hann í öllu saman og tilkynnti að eldurinn yrði múrsteinsrauður. Hamingjan má vita hvaða vonbrigðum enn verri aumingja strákurinn hefur orðið fyrir f lífinu. Kvöld eitt kom einn strákanna með nokkra faraósnáka, sem hann lagði á bekk og kveikti í. Þið vitið hvers 91 konar eldfæri þetta eru, litlir, svartir bútar, sem lengjast og engjast og minna á lifandi orm, þegar eldur hefur verið borinn að þeim. Ég hafði aldrei séð neitt þessu líkt, og þrátt fyrir hinar nýju frjálslyndishug- myndir votu skoteldar, byssupúður eða hvað annað, sem hefði getað skaðað mig, algerlega forboðnir hlutir heima. Milli þess sem kveikt var í snákum, benti einn vina minna á stúlkubarn á aldur við mig, sem var að skottast þarna í kring, og sagði: ,,Sjáðu stelpuna þarna. Hana langar líka að sjá. Hún erægilegasæt.” Þessi athugasemd ,,hún er ægilega sæt” hleypti í mig illu blóði í garð vinar míns, því ég fann enga hvöt hjá mér til geðbrigða yfir fegurð eða ljót- leik í mannlegu sköpulagi. Mér fannst fegurð og gæska vera hið sama, hið ljóta var þá illt að sama skapi, og þessi stúlka þótti mér sem jarðborin gyðja, því í mínum augum var hún líkust engilsmynd. Það var eitthvað við hana, sem minnti mig óljóst á allt í senn: Jesús, heilaga guðsmóður, Paradís, blómakrans, sólarupprás, ljúfan ilm, regnboga, og mér gramdist að hópurinn umhverfis bekkinn skyldi vera svo þéttur að hún gæti ekki séð. Svo ég sagði við vin minn: „Farðu og sæktu hana. Við skulum rýma til fyrir henni. Hún hlýtur að vera vel upp alin, hún er svo vel klædd.” ,,Far þú. Ég ætla að sjá næsta snák,” svaraði hann sérgæðingslega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.