Úrval - 01.11.1978, Side 105
LJÚFSÁR MINNING
allsherjar. En ég fann engin hæfileg
gagnrök og för því inn.
Faðir Fillíar var bankamaður og rit-
höfundur. Hann talaði hvorki ítölsku
né frönsku. Á höfðinu bar hann
vefjarhött með löngu slöri úr svörtu
silki. Hann vantaði annað augað,
andlitið var rauðþrútið með yfirskegg
og smyrslað hár, svo var hann með
nautssvíra, Þegar ég kom inn og
hafði verið kynntur fyrir honum,
þrýsti hann mér að sér og gældi við
hárið á mér. Fillí var túlkur og bar
mér allt það, sem faðir hennar sagði;
hann gladdist af því að hitta lítinn
dreng, verðugan son föðurlands
Garibalda, sem einn og óstuddur
vogaði sér að bjóða hópi óuppdregins
götulýðs byrginn.
Eins fljótt og ég gat, sóma míns
vegna, flýtti ég mér heim á leið. Mér
var ekki vel rótt, því mér fannst ég
vera þjófur að öllum þessum hetju-
hróðri. Hvernig sýndi ég dirfsku?
spurði ég sjálfan mig. Ég fékk stein í
höfuðið, en hefði ég vitað fyrirfram,
að þessir pjakkar myndu kasta grjóti,
vissi ég með sjálfum mér, að ég hefði
ekki farið til móts við þá. Ég ætlaði
ekki að ögra þeim, því mér datt ekki í
hug að þeir yrðu þeir griðníðingar að
veitast að mér einum og óvopnuðum.
Guð einn vissi, hve margar hetjur
hafa fyrr og síðar verið í mínum
spomm. Fillí fylgdi mér til dyra og
hvíslaði: ,,Við höfum ekki verið
heima, en nú verð ég á Torginu alltaf
við og við. Reyndu að vera þar, mér
finnst svo gaman að vera með þér. ’ ’
103
Þegar heim kom, lét ég sjá mig í
öllum herbergjum, svo ekki færi milli
mála að ég hefði verið í húsinu og
engum dytti í hug, að ég hefði farið
fríviljugur inn í annarra manna hús;
svo fór ég aftur út á Torg. Þar var Fillí
að sippa.
Við settumst á bekk og ég stakk
upp á því, að hún kæmi til messu
næsta dag klukkan ellefu í kirkju
heilags Markúsar. Ég átti að fara
þangað með mömmu.
,,Ég fer ekki í ykkar kirkju,”
svaraði hún. , ,Ég er grísk-kaþólsk.”
Þótt einhver hefði á þessari stundu
níst hjarta mitt, hefði það ekki verið
sársaukafyllra en þessi frétt. Ég varð
að komast að því, í hverju þessi trúar-
mismunur lá, því á þessu valt það,
hvort Fillí færi í verri staðinn fyrir að
vera ekki sómasamlega kristin.
,,En þú trúir þó á guð,” staðhæfði
ég kvíðafullur.
„Auðvitað.”
,,Og þú trúir ájesúm Krist, hans
einkason.”
,,Ég ann honum aföllu hjarta.”
,,En trúirðu þá ekki á hina helgu
mey?”
,,Hver getur annað en trúað á hina
miskunnsömu móðurjesús?”
Þessa stundina mundi ég ekki eftir
heilögum anda, þvl ég hafði aldrei
haft ástæðu til að leita til hans sér-
staklega.
,Jæja þá, hvernig er þá þín trú
öðru vlsi en mín?” spurði ég.
,,Ég veit það ekki,” svaraði Fillí,
og horfðist döpur í augu við mig.