Úrval - 01.11.1978, Qupperneq 106
104
„Kannski okkar prestar hlýði ekki
páfanum eins og ykkar gera.
Þegar við kvöddumst, lá illa á mér.
Sú tilhugsun, að þessi fallega og gðða
vinkona mín kynni að fara í verri
staðinn, hrelldi mig illilega. Ég
óskaði þess, að ég væri svo vel að mér
í trúarbrögðum, að ég gæti ljómað
hug hennar og bjargað sálu hennar,
svo við gætum átt vísa endurfundi í
Paradís.
Ég brá mér að hitta Luigiu frænku,
þá manneskju sem ég vissi fróðasta í
guðfræðilegum efnum, og spurði
hana af lævíslegri kænsku um það,
sem stóð huga mínum næst:
,,Segðu mér, frænka, að hvaða
leyti eru okkar trú og grísk-kaþólsk
ólíkar?”
,,Þær eru ólíkar að því leyti, að
okkar er rétt en hin röng. Að því leyti
eru þær ólíkar.”
„Hvernig getur maður þekkt rétta
trú frárangri?”
„Hvaða fíflaspurningar eru þetta!
Það er aðeins til ein rétt trú, okkar,
allar aðrar eru rangar.
Ég sá, að við myndum aldrei
kryfja málið til mergjar með þessu
móti. Kannski vissi ekki einu sinni
frænka mismuninn og væri bara að
klóra sig út úr þessu. Ég ákvað að
ganga nær kjarnanum.
, ,Svo er mál með vexti, að ég á vin,
sem mér þykir afar vænt um. En hann
er grísk-kaþólskur af því að það er trú
foreldra hans. Er það þá honum að
kenna, að hann er grísk-kaþólskur?
Myndi hann fara í verri staðinn, ef
ÚRVAL
hann lifði eins og altarisdýrlingur alla
sínaævi?”
„Hann á ekki undankomu auðið,
hann fer til vítis.”
Þessi miskunnarlausi og afdráttar-
lausi dómur bergmálaði 1 sál minni
eins og náhringing. Ég yfirgaf frænku
mína alveg eyðilagður.
Löngunin til að bjarga sálarheill
Fillíar gagntók mig. Ég óskaði þess,
að ég væri prédikari og bað þess að
kraftaverkið gerðist, svo hún frelsaðist
frá píslum helvítis.
Eitt kvöldið, þegar ég var kominn
upp í og hugleiddi ömurleg örlög
vinkonu minnar, datt mér nokkuð í
hug, sem fljótlega varð að ákvörðun.
Ég slökkti ljósið til að verða betur í
einrúmi. Svo tók ég niður litlu
meyjarmyndina, sem hékk yftr höfða-
lagi mínu. Ég kraup, hélt myndinni
fast að vörum mér eins og ég væri að
hvísla að henni, og það, sem ég sagði,
var efnislega þetta: „Ástakæra María
guðsmóðir, skilningsríkust allra
dýrlinga, heyr þú bæn mína. Þetta er
ekki latínubæn eins og allar hinar.
Þetta er prívatbæn frá sjálfum mér.
En ég bið þig að hlusta samt á hana
og lyfta þungu fargi af mér. Ég þekki
stúlku — ég er ekki ástfanginn af
henni, heldur þykir bróðurlega vænt
um hana. En veslingurinn — það er
ekki henni að kenna að hún er grísk-
kaþólsk — á að lenda í víti. Mig
langar að biðja þig að tala við son
þinn, sem elskar þig svo mikið, og fá
hann til að þyrma þessari stúlku frá
eilífum kvölum. Eða, ef það er ekki