Úrval - 01.11.1978, Side 108

Úrval - 01.11.1978, Side 108
106 hafa eftir heima. Oftast tók enginn eftir þessu, en eitt kvöldið lagði pabbi eyrnn við og lét mig endurtaka vísdóminn. Svo spurði hann þurr- lega: , ,Hver í ósköpunum hefur ausið þessum þvættingi í þig? „Kennarinn.” „Kennarinn! Nei, bíddu nú hægur. Ég verð líklega að athuga þetta sjálfur. Þú hlýtur að hafa mis- skilið hann heldur betur.” ,,Það var kennarinn, sem sagði þetta.” „Þetta er nóg, segi ég, nóg. Við sjáum nú til.” Pabbi sagðist ætla að fara og fá skýringu á eðlisfræðinni minni. Það leist mér ekki vel á. Ég vissi ekki hvað myndi koma út úr því, þar að auki var ég farinn að efast um að ég hefði skilið fræðin rétt, jafnvel þótt ég heyrði enn bergmála í eyrum mér orðréttar glefsur úr skoplegri eðlis- fræðiafbökun kennarans. Þetta bar nokkurn veginn upp á sama tíma og pabbi fékk bréf frá kennara mínum, með tveimur kvört- unum. Sú fyrri var þess efnis, að ég væri orðinn slakur við námið, hin sú, að faðir eins skólabróður míns hafði kvartað undan því, að" ég hefði gert kaup við son hans, látið hann hafa hættulegt sprengiefni í skiptum fyrir japanska postulínsbrúðu, sem rak út úr sér tunguna, þegar hún var hrist. Með téðu sprengiefni hafði skóla- bróður mínum heppnast að kveikja í gluggatjöldunum í herbergi sínu og ÚRVAL valda með því miklu efnalegu tjóni og skelfingu fjölskyldunnar. Ég varð heldur aumur, þegar ég heyrði þessar ásakanir, því þær voru báðar réttar. Ég sá Volterra mér fyrir hugarsjónum og hina óumflýjanlegu prestshempu. Hvað snerti námið hafði það lent í undandrætti hjá mér vegna þess, að ég var niðursokkinn í guðfræðilegar vangaveltur um velferð Fillíar. En þetta með sprengiefnið hafði borið þannig að höndum, að ég sagði einum skólabræðra minna frá faraó- snákunum, og hvílík dýrðaruppfinn- ing þeir væru. Ég trúði honum fyrir því, að ég ætti einn slíkan og gætti hans eins og sjáaldurs augna minna. Hann vildi fá að vita, hvernig maður kveikti í þessu undraverki tækninnar, síðan hvernig snákurinn væri, er hann risi úr logunum, loks þrábað hann mig að gefa sér hann. En ég neitaði. En hann suðaði við sitt, og loks, dag nokkurn, dró hann fram fagurlitaða mannsmynd úr postulíni, lrtið stærri en mannsflngur, sem rak út úr sér tunguna, þegar maður hristi hana eða hallaði henni. „Sjáðu,” sagði hann. ,,Ef þú lofar að gefa mér faraósnák- inn, skal ég gefa þér þessa brúðu. ’ ’ Ég féll í freistni og kaupin voru gerð. Mér datt aldrei í hug að strák- bjálflnn færi að kveikja í glugga- tjöldunum. ,,Á morgun,” sagði pabbi og veif- aði bréfinu, „verður þú kyrr í þínu herbergi, en ég fer í skólann í þinn stað. Og láttu mig fá brúðuna, því ■
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.