Úrval - 01.11.1978, Qupperneq 108
106
hafa eftir heima. Oftast tók enginn
eftir þessu, en eitt kvöldið lagði
pabbi eyrnn við og lét mig endurtaka
vísdóminn. Svo spurði hann þurr-
lega: , ,Hver í ósköpunum hefur ausið
þessum þvættingi í þig?
„Kennarinn.”
„Kennarinn! Nei, bíddu nú
hægur. Ég verð líklega að athuga
þetta sjálfur. Þú hlýtur að hafa mis-
skilið hann heldur betur.”
,,Það var kennarinn, sem sagði
þetta.”
„Þetta er nóg, segi ég, nóg. Við
sjáum nú til.”
Pabbi sagðist ætla að fara og fá
skýringu á eðlisfræðinni minni. Það
leist mér ekki vel á. Ég vissi ekki hvað
myndi koma út úr því, þar að auki var
ég farinn að efast um að ég hefði
skilið fræðin rétt, jafnvel þótt ég
heyrði enn bergmála í eyrum mér
orðréttar glefsur úr skoplegri eðlis-
fræðiafbökun kennarans.
Þetta bar nokkurn veginn upp á
sama tíma og pabbi fékk bréf frá
kennara mínum, með tveimur kvört-
unum. Sú fyrri var þess efnis, að ég
væri orðinn slakur við námið, hin sú,
að faðir eins skólabróður míns hafði
kvartað undan því, að" ég hefði gert
kaup við son hans, látið hann hafa
hættulegt sprengiefni í skiptum fyrir
japanska postulínsbrúðu, sem rak út
úr sér tunguna, þegar hún var hrist.
Með téðu sprengiefni hafði skóla-
bróður mínum heppnast að kveikja í
gluggatjöldunum í herbergi sínu og
ÚRVAL
valda með því miklu efnalegu tjóni
og skelfingu fjölskyldunnar.
Ég varð heldur aumur, þegar ég
heyrði þessar ásakanir, því þær voru
báðar réttar. Ég sá Volterra mér fyrir
hugarsjónum og hina óumflýjanlegu
prestshempu.
Hvað snerti námið hafði það lent í
undandrætti hjá mér vegna þess, að
ég var niðursokkinn í guðfræðilegar
vangaveltur um velferð Fillíar. En
þetta með sprengiefnið hafði borið
þannig að höndum, að ég sagði
einum skólabræðra minna frá faraó-
snákunum, og hvílík dýrðaruppfinn-
ing þeir væru. Ég trúði honum fyrir
því, að ég ætti einn slíkan og gætti
hans eins og sjáaldurs augna minna.
Hann vildi fá að vita, hvernig maður
kveikti í þessu undraverki tækninnar,
síðan hvernig snákurinn væri, er hann
risi úr logunum, loks þrábað hann
mig að gefa sér hann. En ég neitaði.
En hann suðaði við sitt, og loks, dag
nokkurn, dró hann fram fagurlitaða
mannsmynd úr postulíni, lrtið stærri
en mannsflngur, sem rak út úr sér
tunguna, þegar maður hristi hana eða
hallaði henni. „Sjáðu,” sagði hann.
,,Ef þú lofar að gefa mér faraósnák-
inn, skal ég gefa þér þessa brúðu. ’ ’
Ég féll í freistni og kaupin voru
gerð. Mér datt aldrei í hug að strák-
bjálflnn færi að kveikja í glugga-
tjöldunum.
,,Á morgun,” sagði pabbi og veif-
aði bréfinu, „verður þú kyrr í þínu
herbergi, en ég fer í skólann í þinn
stað. Og láttu mig fá brúðuna, því ■