Úrval - 01.11.1978, Page 117

Úrval - 01.11.1978, Page 117
LJÚFSÁR MINNING trjánum og tína ávexti. Og af því þetta væri mitt barn, yrði ég að hýða það, þegar það væri óþægt. En ég mátti ekki láta ímyndunaraflið hlaupa með mig í gönur. Það var áreiðanlega heillavænlegra að vera barnlaus enn um sinn. Langur slagveðurskafli kom í veg fyrir, að við Fillí gætum hist á Torginu. Ég svipaðist oft um eftir henni, en gluggarnir heima hjá henni voru lokaðir og ég gat ekki séð í gegn um gluggatjöldin. Ég hljóp stundum út að svalaglugganum í von um að sjá henni bregða fyrir, en ég varð að opna gluggann til þess og um leið fóru hurðirnar að gjökta af dragsúgi og allir íbúar hússins komu á hraða- spretti til að gá, hver hefði verið svo kærulaus að opna glugga í þessu roki. Því lengra, sem þessu fór fram, varð ég órólegri og hugsaði meira um Fillí. Ég þóttist heldur maður með mönnum, þegar foreldrar mínir létu klæðskerana sína sauma á mig ný föt með stðum buxum. Fram að þessu hafði saumakonan annast um klæði mín. Síðu buxurnar voru mér sérstakt fagnaðarefni, því hið karlmannlega útlit, sem þær veittu mér, gerðu hlut- verk mitt sem elskhuga verjanlegra og ekki eins fráleitt. En þegar hér var komið sögu hafði ég með sjálfum mér sætt mig við þetta hlutskipti. Pabbi valdi efnið í fötin og réði sniðinu, og það var allt eins og best varð á kosið. En það var mamma, sem keypti húfúna, og þegar karlmanna- föt voru annars vegar, var hún alltaf 115 dálítið utangátta. Jafnvel þótt ég reyndi að fletja húfubarðið út, minnti kollan ævinlega helst á höfuðföt franskra presta. Þegar ég fór fyrst í fínu fötin og setti á mig húfuna, sagði Cesare frændi undir eins: ,,Nei, sko gaurinn í síðbuxunum! Með þessa húfú ertu eins og farandsali frá Biblíu- félaginu.” Ég skoðaði mig 1 spegli í einrúmi, og fannst klæðnaður minn sannarlega gera mig virðulegan. Ég átti aðeins í vandræðum með að setja húfuna á mig þannig að hún sæti nákvæmlega rétt. Ég mátaði hana á ýmsa lund og komst að þeirri niðurstöðu, að heppilegast væri að setja hana aðeins ofan á eyrun og láta hana rísa að framan. Þegar mamma sá mig þannig, hrópaði hún: „Sjáiði hvernig hann hefur húfuna! Hann er eins og blaða- maður! ’ ’ Á þessum ríma voru blaða- merin ný stétt og frjáls, en höfðu ekki náð þeirri viðurkenningu, sem þeir áttu skilið. Ég vildi ekki að Fillí villtist á mér og blaðamanni, þegar við hittumst, svo ég lét húfuna slúta ofan yfir augu. „Hvernig hefur þú eiginlega húfú?” hópaði pabbi upp, þegar fundum okkar bar saman. ,,í þessum síðu buxum með húfúna ofan á nösum mætti taka feil á þér og signor Catarina! ’ ’ Ekki veit ég hver signor Catarina var; hann hlýtur að hafa verið loddari síns tíma. Ég óttaðist fátt fremur en
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.