Úrval - 01.11.1978, Side 123

Úrval - 01.11.1978, Side 123
LJÚFSÁR MINNING En ég vildi ekki dveljast um of, heldur fara sömu leið heim, og helst vera kominn fyrir kvöldmat. En þetta dróst í tímann og áður en varði var orðið aldimmt. Þar að auki gerði kampavínið einhverja ólgu í mér, svo mér fannst, ekki síst þar sem ég var þar að auki í síðum buxum, að ég væri þess albúinn að mæta föður mínum, þótt honum dytti í hug að flengja mig. En eitt var þó alvarlegt, reglulega alvarlegt. Þegar ég stökk niður af síð- asta garðveggnum, fannst mér sem eitthvað hefði skemmt fyrir mér stökkið; það hlýtur að hafa verið krókur festur í vegginn, því á buxna- rassinum var þverhandarlöng rifa. Ekki er ein báran stök, sagði ég við sjálfan mig. Að vísu er hægt að rimpa í þetta. En skýringu verð ég víst að gefa á einu og öðru, þegar heim kemur. Þegar ég loks fékk að yfxrgefa sam- kvæmið, var ekki við annað komandi en að ég færi út um aðaldyrnar, út á götuna. Og þegar ég kom út á hornið, svo ég sá húsið heima, var ég ekki lengur jafn kotroskinn og áður. Mitt venjulega raunsæi var vaknað af blundi og ég fann fyrstu kuldatauma óttans. Við hliðið stóðu asnarnir þrír, sem komu á hverju kvöldi með mjólkina handa Luigiu frænku. Það er þá opið, hugsaði ég og skaust inn. Við þjón- ustudyrnar var essrekinn að taka við greiðslu sinni úr hendi þjónsins, og 121 ég renndi mér á milli þeirra inn í húsið. ,,Hér er hann, hér er hann! Ungi húsbóndinn er kominn aftur!” hrópaði Leopoldo. „Theresa, segðu frúnni að hætta að hafa áhyggjur, ungi húsbóndin er kominn heim aftur! ’ ’ í stað þess að fara upp á aðra hæð, leitaði ég skjóls í kjallaranum til þess að átta mig á ástandinu. En mat- sveinninn vissi ekkert. Setustofa þjónustufólksins var auð, þótt ljós logaði þar að venju. Ég læddist upp stigann að íbúð afa, en þar var líka allt hljótt. Samt sást ljósrák undan hurð hans svo ég dró þá ályktun, að hann væri þarna inni. Ég ýtti hurð- inni ofúrhægt frá stöfum og skyggnd- ist inn. Þarna sat afí í hægindastól, skrifaði og hafði stafla af silfurpen- ingum fyrir framan sig. Ég ætlaði að fara að snúa frá, þegar ég heyrði dyr opnast í fjarska og reiði- lega rödd pabba, sem var að leita að mér. ,,Hvar er þorparinn? Hvar hefur hann falið sig? Hann er alltof ungur til að vera farin nað stunda kvenna- far! Ég skal gelda hann, þegar ég næ í hann!” Ekki vissi ég gjörla hvað það þýddi að gelda, en ég hafði heyrt þetta orð áður og við þannig kringumstæður, að mér leist ekki á blikuna nú. Ég vissi ekki hvernig í ósköpunum ég gat umflúið örlög mín, en þar sem ég heyrði að pabbi var í versta ham, lagðist ég 1 snarheitum á fjóra fætur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.