Úrval - 01.11.1978, Page 124

Úrval - 01.11.1978, Page 124
122 og skreið í spretti á bak við stól afa (hann var heldur heyrnarsljór) og renndi mér þaðan undir rúmið hans. Þar lét ég fara lítið fyrir mér og beið skjálfandi þess er verða vildi. En nú var allt hljótt um stund. Svo heyrði ég dyr opnast enn lengra í burtu og Cesare frændi kallaði glettnislega „Micio!” eins og hann væri að kalla á kött. „Hérna, komdu greyið, hér er sletta handa þér! ” En mér var ekki gaman í hug. Ég var tortrygginn; ég hafði heyrt í hvaða skapi pabbi var, svo ég krældi ekki á mér. Allt í einu komu pabbi og Cesare frændi inn í herbergi afa. ,,Hefur þú seð Micio?” spurði Cesare frændi. ,,Nei, ekki hef ég séð hann. Hvers vegna? Hefur eitthvað komið fyrir?” ,,Hann hefur falið sig einhvers staðar í húsinu,” svaraði faðir minn. „Nema hann hafí sloppið út aftur. Við finnum hann ekki. Hann er eilíflega fullur af uppátækjum. ’ ’ ,,Hvað hefur hann nú gert?” ,,Sástu ekki að þrjóturinn litli var ekki í mat? Heldruðu ekki að hann hafi stolist burtu til að éta sælgæti heima hjá einni jafnöldru sinni; telpukorni, sem er sannkölluð fegurðardís. Og svo klifraði hann yfir húsagarðana eins og ástsjúkur högni!” ,,Það er nú gömul saga, að til þess vaxa kettirnir upp að veiða mýsnar,” svaraði afi minn rólega og sneri sér að þeim. ,,En fyrir svona barnaskap er ÚRVAL ástæðulaust að gera drenginn viti sínu fjærafhræðslu.” ,,Við erum nú mest að þessu upp á grín. ’ ’ Þetta var rödd föður míns. „Okkur fannst við verða að finna hann,” bætti Cesare frændi við,,, til að vita hvort hann hefur raunverulega fengið eitthvað að borða. Við sendum Leopoldo aftur að leita að honum á Torginu. En nú dettur mér í hug. Ferdínando, hvar hann getur hafa falið sig: I vagnageymslunni! Hann er örugglega annað hvort þar eða í hest- húsinu.” ,, Auðvitað! Við skulum leita þar. ’ ’ Þar með fóru þeir, en hétu afa því að gera mér ekki grand. Ekki gat ég að eilífu látið fyrir berast undir rúmi afa míns, en mér var ekki ljóst hvernig ég gæti snúið aftur til heims hinna lifandi. Þó leyndi sér ekki, að ég varð að gera það heldur fyrr en seinna, annað hvort til að létta áhyggjunum af mömmu eða koma t veg fyrir að pabbi harðnaði enn og gleymdi þeim mildu tilfinningum í minn garð, sem hann hafði látið í ljós og ég heyrt með mfnum eigin eyrum. Ég ætlaði að laumast til baka og fara hljóðlega í rúmið, en skeyta engu um mat þetta kvöldið. Ég setti aftur á mig nýju húfuna, sem hafði legið samanvöðluð undir mjóhryggnum á mér. Ég hafði með mikilli gætni og ærinni fyrirhöfn snúið mér við, þannig að höfuðið var þar sem fæturnir voru áður, þegar ég heyrði afa rísa upp úr stólnum. Hann gekk fram eftir gólfinu, og svo heyrði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.