Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 01.07.2021, Qupperneq 6

Bæjarblaðið Jökull - 01.07.2021, Qupperneq 6
Kæru Snæfellsbæingar og knattspyrnuáhugafólk. Eins og undanfarin ár er mikið líf á knattspyrnuvellinum í Snæfellsbæ í sumar þar sem yngri flokkar í Snæfellsnessamstarfinu spila meirihluta heimaleikjanna hérna og við erum einnig með tvo meistaraflokka á Íslandsmóti. Það er því mikið um æfingar og leiki og við erum með allt frá ungum krökkum sem eru að stíga sín fyrstu fótboltaskref og upp í fullorðna karlmenn sem tóku fram af hillunni skóna til að spila aftur. Við erum með nýtt fólk í mörgum störfum og félögin eru að reyna að fóta sig og finna sinn takt aftur eftir að hafa verið í frekar fastmótuðu starfi í mörg ár eða byrja aftur eftir langan tíma. Barna- og unglingastarfið er með svipuðu sniði og undanfarin ár þar sem iðkendur fara á Íslandsmót frá 5. flokk og sækja öll helstu fótboltamótin og gengi þeirra hefur verið mjög gott það sem af er sumri. Það hefur verið gaman að fylgjast með áhuganum á leikjum Reynis og sjá stemninguna og áhugann sem leikmennirnir nota í baráttunni á vellinum. Það er frábært að sjá hversu margir öflugir knattspyrnumenn eru í bæjarfélaginu og hversu vel þeir standa sig á vellinum. Víkingur er einnig með öfluga heimamenn sem standa sig mjög vel ásamt aðkomumönnum eins og verið hefur undanfarin ár. Það voru væntingar um betra gengi hjá liðinu í sumar en ekki hefur gengið nógu vel undanfarið en þá þýðir ekki að gefast upp heldur þurfum við að vinna saman og vera jákvæð og styðja okkar lið áfram. Það er svo sannarlega ekki sjálfgefið fyrir sveitarfélög eins og okkar að geta haldið út jafn öflugu starfi eins og búið er að byggja upp í Snæfellsbæ. Það er mikil vinna sem sjálfboðaliðar vinna í svona félagsstarfi og það væri ekki hægt að halda uppi svona góðu og kraftmiklu starfi ef þeirra nyti ekki við. Eins og málshátturinn segir þá vinna margar hendur létt verk og ég er þess fullviss um að ef einhverjir hafa áhuga á að vinna fyrir íþróttafélögin er það vel þegið. Áfram Víkingur, Reynir og Snæfellsnessamstarfið ! Það ættu allir að geta fundið sér leik til að kíkja á í sumar. Hafið það gott og njótið sumarins. Laufey Helga Árnadóttir, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi í Snæfellsbæ Vinnum saman og verum jákvæð - Bílaviðgerðir - Skipaþjónusta - Almenn suðuvinna - Smurþjónusta - Smábátaþjónusta - Dekkjaverkstæði vegr@vegr.is vegr.is S: 849-7276 Remek og 898-5463 Þórður Á heimasíðu hafrann sóknar- stofnunar er sagt frá því að Kelly Umlah hefur tekið til starfa sem nýr stöðvarstjóri og sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar í Ólafs- vík. Kelly er með mastersgráðu frá Háskólasetri Vestfjarða / Háskólanum á Akureyri í haf- og strandsvæðastjórnun og BES gráðu frá St. Mary‘s University í Kanada í umhverfisfræðum. Kelly hefur unnið við kennslu í um hverfis fræðum og við skipu- lagningu á íþrótta- og ung menna- starfi undanfarin ár. Meðal helstu verkefna í starfs- töðinni í Ólafsvík eru sýnataka úr afla, greining magasýna og þörunga. Fyrir starfar í Ólafsvík Gina Sape Sapanta. Kelly mun leiða frekari uppbyggingu í stöð- inni í Ólafsvík á næstu árum. Við bjóðum Kelly velkomna til starfa hjá Hafrannsóknastofnun og hlökkum til að sjá starfstöðina í Ólafsvík byggjast upp og blómstra frekar með hennar hjálp og Ginu. Nýr stöðvarstjóri Hafró í Ólafsvík

x

Bæjarblaðið Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.